AFÞREYING
Leyfðu okkur að kynna fyrir þér okkar uppáhald!
KONTIKi KAYAK
Sjókajakferðir með aðaláherslu á dagsferðir fyrir litla hópa með fram strandlengjunni.
SKIPSTJÓRINN KRISTJÁN
Einstök og vinaleg leið til að upplifa fallegt umhverfi bæjarins. Skipstjórinn fræðir um náttúru, dýralíf og staðarhætti.
OCEAN ADVENTURES
Ocean Adventures býður upp á sjóstangveiði og lundaskoðun í náttúruperlunni Breiðafirði.
SÆFERÐIR
Sæferðir bjóða upp á ævintýrasiglingar frá Stykkishólmi. Í ferðunum getur þú smakkað á hrárri hörpuskel beint úr sjónum, séð þúsundir fugla, notið íslenskrar náttúru og heimsótt kyrrlátu eyjuna Flatey.
VÍKURVÖLLUR - GOLFKLÚBBURINN MOSTRI
Víkurvöllur er 9 holu golfvöllur sem liggur norðan Hótel Stykkishólms.
SUNDLAUG STYKKISHÓLMS
Útisundlaug með vatnsrennibraut, vaðlaug, tveimur heitum pottum og köldum potti. Í heitu pottunum er heilsuvatn sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði, en vatnið er gott sem meðferð við ýmiss konar húðvandamálum, svo sem exemi og psoriasis.