ICON_BLUE.png
 
 

 SKEMMTILEGAR STAÐREYNDIR UM STYKKISHÓLM

Íbúar Stykkishólms eru kallaðir Hólmarar.

Bærinn er nefndur eftir litlu skeri undir bryggjunni sem kallast Stykkið .

Í Stykkishólmi er frábært körfuboltalið sem kallast Snæfell, eitt af þeim bestu á Íslandi.

Í Stykkishólmi hafa veðurathuganir farið fram síðan 1845.

Eyjarnar á Breiðafirði eru óteljandi, því enginn þekkir muninn á eyjum og skerjum.

Plastpokar eru bannaðir í Stykkishólmi, Hólmarar vilja halda bænum grænum og vænum.

Stykkishólmur lék stórt hlutverk í Hollywood myndinni The Secret Life of Walter Mitty.

Það er frítt Wi-Fi alls staðar í bænum.