Matarævintýri fyrir svanga!
Hvort sem þú vilt gæða þér á dýrindis fiskrétti eða njóta kaffibollans þá sjáum við um þig.
BJARNARHÖFN BISTRO
Bistro sem staðsettur er á hákarlasetri. Matur úr héraði ásamt frábæru útsýni á meðan þú borðar. Sérkennilegasti rétturinn er án efa hákarlauggasúpa.
Sjávarborg
Fullkominn staður fyrir alla sem hafa ástríðu fyrir góðu kaffi og kökum sem eru heimagerðar af ást.
STUNDARFRIðUR
Stundarfriður býður upp á góðan morgunmat og kvöldmat í rólegu og yfirveguðu andrúmslofti.
FOSSHóTEL
Veitingastaðurinn á hótelinu býður upp á yndislegt útsýni yfir Stykkishólm og eyjarnar í kring. Einstök upplifun á hlýlegum veitingastað.
HAFNARVAGNINN
Matarvagn sem staðsettur er á höfninni, matseðillinn er einfaldur; fiskur og franskar.
MEISTARINN
Pylsu- og samlokuvagn þar sem réttir á matseðlinum eru nefndir eftir dönsku konungsfjölskyldunni.
NARFEYRARSTOFA
Matseðillinn dekrar við þig og eru réttirnir á Narfeyrarstofu þekktir fyrir að vekja mikla hrifningu ásamt notalegu andrúmslofti staðarins.
NESBRAUð
Frábært úrval af nýbökuðum sætindum, einstöku brauði, m.a. súrdeigsbrauði og ljúffengri súpu dagsins.
SJÁVARPAKKHÚSIð
Sjávarréttastaður með áherslu á staðbundin hráefni og sjálfbærni og einstakt útsýni yfir höfnina.
SKÚRINN
Bæjarsjoppan Skúrinn er með allt sem þú þarft, fjölbreyttan matseðil, sælgæti, tóbak og olíuvörur. Pulsur eða pylsur, ásamt ís í brauðformi og ekki má gleyma Eldri borgaranum vinsælasta hamborgara Skúrsins.