Vetrarfrí í Hólminum
Það er fátt betra en að vakna og anda að sér Breiðfirsku sjávarlofti, gera jóga í Súgandisey, ganga eða hjóla í gegnum Berserkjahraun, óska sér á Helgafelli, skoða Drápuhlíðarfjall, fara í sjósund í Móvík, skoða fallegu uppgerðu húsin, njóta matarmenningar og enda kvöldið á að skála undir stjörnubjörtum himni og norðurljósum
Farðu í dagsferð um Snæfellsnesið
Kirkjufell & Kirkjufellsfoss, Snæfellsjökull & þjóðgarðurinn, Djúpalónssandur, Hellnar, Rauðfeldsgjá, Ytri-Tunga. Allt í næsta nágrenni við Stykkishólm
Gakktu upp að vitanum á Súgandisey
Það þarf ekki að ferðast langt til að upplifa stórfenglegt útsýni. Gakktu upp að vitanum á Súgandisey og njóttu stórfenglegs útsýnis yfir bæinn. Snúðu þér svo við og sjáðu Breiðafjörð í allri sinni dýrð.
Hlustaðu á þögnina
Ef þú ert að leita að stressfríu umhverfi staldraðu þá við og njóttu kyrrðarinnar. Stykkishólmur er staður þar sem þú getur dvalið í núinu.
Andaðu að þér hinu Breiðfirska sjávarlofti
Þegar þú ferðast um Breiðafjörð reistu höfuðið á móti vindinum og andaðu að þér söltu og fersku sjávarloftinu. Þér mun líða (og líta út) eins og breiðfirskum sjóara.
Prófaðu sundlaugina
Sundlaug, vatnsrennibraut og heitir pottar með einstöku vottuðu jarðhitavatni!
Kíktu í búðir, lista- & handverks gallerí
Vantar þig fallegan minjagrip, bók, hamar, lopapeysu eða smjör? Líttu þá við í einhverri af okkar frábæru verslunum eða galleríum.
Þú sefur hvergi betur en við Breiðafjörðinn.
Bókaðu gistingu í Hólminum, við erum frábærlega staðsett til að skoða allt Snæfellsnesið!
AKKERI GISTIHEIMILI
Staðsett í hjarta bæjarins, Akkeri er sex herbergja gistiheimili þar sem hvert herbergi býður upp á aðgang að svölum eða verönd.
FOSSHÓTEL
Með útsýni yfir hinn stórbrotna Breiðafjörð. Björt og falleg herbergi, veitingastaður og ráðstefnusalur.
HÓTEL EGILSEN
Lítið og fallegt hótel, með vinalegu andrúmslofti þar sem nútímaleg hönnun heldur í heiðri sögu hússins.
Sjávarborg
Töff gistiheimili, staðsett við höfnina, notalegt andrúmsloft og kaffihús á staðnum.
SÝSLó hótel
Notalegt og rólegt hótel, staðsett í hjarta gamla bæjarins með frábært útsýni yfir Breiðafjörð.
Það þurfa allir að byrja daginn á góðu kaffi og heimabökuðu gómsæti.
Sjávarborg
Fullkominn staður fyrir alla sem hafa ástríðu fyrir góðu kaffi og kökum sem eru heimagerðar af ást.
Viltu borða kvöldmat á heimsmælikvarða?
Veitingahúsin okkar bjóða upp á ljúffengan kvöldverð úr hráefnum úr héraði. Það eitt er nægilega góð ástæða til að heimsækja Stykkishólm.
FOSSHóTEL
Veitingastaðurinn á hótelinu býður upp á yndislegt útsýni yfir Stykkishólm og eyjarnar í kring. Einstök upplifun á hlýlegum veitingastað.
NARFEYRARSTOFA
Matseðillinn dekrar við þig og eru réttirnir á Narfeyrarstofu þekktir fyrir að vekja mikla hrifningu ásamt notalegu andrúmslofti staðarins.
SJÁVARPAKKHÚSIð
Sjávarréttastaður með áherslu á staðbundin hráefni og sjálfbærni og einstakt útsýni yfir höfnina.
Viltu skoða þig um á hestbaki, hjóli eða ganga um nágrennið með heimamönnum?
Bókaðu ferð með okkar besta fólki
Heimsæktu söfnin okkar
Listir, saga, fræðsla og fleira. Hverju hefur þú áhuga á?
Norska húsið