VERTU FYRIRMYNDARFERÐALANGUR:
Ferðastu af ábyrgð og skynsemi.
Taktu með þér margnota drykkjarflösku.
Virtu náttúruna og gakktu vel um hana.
Undirbúðu þig fyrir hvaða veður sem er. Stundum birtast allar árstíðirnar á einum degi.
Ekki aka utan vegar og mundu eftir að fylgjast með veðurspánni áður en þú heldur af stað.
Gættu þess að hafa með þér poka undir rusl og ekki skilja eftir eða urða rusl á víðavangi.
Rataðu í ævintýri og skemmtu þér!