MENNING
Skoðaðu menningarstarf okkar og kíktu á söfn og upplifðu menningararf svæðisins.
ÆÐARSETUR ÍSLANDS
Nútímalegt safn og þekkingarmiðstöð sem býður gestum að fræðast um æðarfugl og aðferðir við æðardúnarækt.
VATNASAFN
Innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn. Á hæsta punkti bæjarins með útsýni til allra átta hefur gömlu bókasafnsbyggingunni verið breytt í safn vatns, orða og veðurfrásagna. Safnið prýða m.a. 24 glersúlur með vatni úr helstu jöklum landsins.
NORSKA HÚSIÐ
Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi byggt 1832 úr tilsniðnum viði frá Noregi og fær nafn sitt þaðan. Í safninu er áhugaverð krambúð í gömlum stíl. Þar fæst íslenskt handverk, gamaldags slikkerí og fleira.
HÁKARLASAFNIÐ Í BJARNARHÖFN
Í Bjarnarhöfn er vel tekið á móti gestum með persónulegri leiðsögn um Hákarlasafnið og er öllum gefið smakk af hákarlinum. Hákarlsverkunin hefur verið í fjölskyldunni í margar kynslóðir og á safninu er sagt frá sögu, veiðum og verkun hákarlsins og geta gestir gengið upp að hákarlahjallinum þar sem hægt er að sjá girnilegan hákarl í verkun.