ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ
Kannaðu nærumhverfið en Stykkishólmur er umkringdur fallegum náttúruperlum og fjölbreyttu dýralífi.
BERSERKJARHRAUN
Berserkjahraun er hraun í vestanverðri Helgafellssveit á Snæfellsnesi og frægt er úr Heiðarvíga sögu. Berserkjahraun hefur runnið úr gígum norðan Kerlingarskarðs.
DRÁPUHLÍÐarfjall
Drápuhlíðarfjall er 527 metra hátt sérkennilegt og litskrúðugt fjall sem inniheldur bæði basalt og lípít og marga einstaka steina. Talið var að gull væri í fjallinu en magnið sem fannst þótti heldur lítið.
helgafell
Hin helga hæð. Talið er að ef þú gengur upp á topp fjallsins án þess að líta til baka eða tala, þá færðu þrjár óskir uppfylltaru.
KERLINGARSKARÐ
Kerlingarskarð ber nafn sitt af sínu helsta kennileiti – Kerlingunni. Kerlingin er mikill móbergsdrangur og minnir útlit hans helst á kerlingu með silungakippu á bakinu.
Súgandisey
Súgandisey er ein af náttúruperlum Breiðarfjarðar og var upphaflega eyja rétt utan við Stykkishólm. Nú hefur vegur verið lagður út í eyjuna og er vinsælt að ganga upp á eyjuna sem er rík af fuglalífi og býr yfir einstöku útsýni yfir Breiðafjörðinn og Stykkishólm.