DRÁPUHLÍÐARFJALL

 
 
DRAPUHLID_BANNER.jpg
 
 

LITRÍKT OG SÉRKENNILEGT

Drápuhlíðarfjall er 527 metra hátt sérkennilegt og litskrúðugt fjall sem inniheldur bæði basalt og lípít og marga einstaka steina. Einnig er hægt að finna surtabrand á milli blágrýtislaga og steingerða trjáboli. Talið var að gull væri í fjallinu en magnið sem fannst þótti heldur lítið. Fjallið er eitt það litríkasta og fallegasta á Íslandi. Grjóttaka er algjörlega bönnuð í dag.