HELGAFELL
ÓSKAÐU ÞÉR Á TOPPNUM
Helgafell er 73 metra hátt og þaðan er frábært útsýni til fjalla og út á Breiðafjörð. Á toppi þess er útsýnisskífa.
Þjóðtrúin segir að þrjár óskir uppfyllist ef maður lítur aldrei um öxl og mæli ekki orð af munni á meðan gengið er á fjallið. Óskirnar mega einungis vera góðshugar, þær má ekki segja neinum og sá sem óskar sér þarf að horfa til austurs.
Guðrún Ósvífursdóttir, ein helsta sögupersóna Laxdælu bjó síðari hluta ævi sinnar á Helgafelli. Þar var hún greftruð að írskum sið.