súgandisey
STÓRFENGLEGT ÚTSÝNI YFIR BREIÐAFJÖRÐ
Súgandisey er ein af náttúruperlum Breiðarfjarðar og var upphaflega eyja rétt utan við Stykkishólm.
Þegar ný hafnaraðstaða var útbúin fyrir Breiðafjarðarferju var vegur lagður út í eyjuna og er vinsælt að ganga upp á eyjuna sem er rík af fuglalífi og býr yfir einstöku útsýni yfir Breiðafjörðinn og Stykkishólm. Í eyjunni er viti en hann var eitt sinn staðsettur í Gróttu út á Seltjarnarnesi en var fluttur í eyjuna árið 1942.