Spenniði beltin Bylgjulestin er komin af stað og mun fara um landið vítt og breytt að elta sólina og fjörið!
24. júní verðum við á Dönskum dögum í Stykkishólmi þar sem lestarstjórarnir Erna Hrönn og Ómar Úlfur verða í beinni útsendingu frá 12-16.
Mikið fjör verður í kringum Bylgjulestina.
Við verðum við Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, þar sem ýmislegt skemmtilegt verður í gangi, sápukúlufjör, andlitsmálning, brjóstykursgerð, brúðuleikhús, skottmarkaður og margt fleira.
Samstarfsaðilar okkar munu setja upp leiki og við gefum fyrstu krökkunum sem mæta gjafapoka með allskonar skemmtilegu.
Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Siríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Vodafone og Nettó
Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar