Glæpa og draugahátíð - Hræðileg helgi
Feb
14
to 16 Feb

Glæpa og draugahátíð - Hræðileg helgi

Glæpa og draugahátíð - Hræðileg helgi

Morðgáta, glæpir & draugar í Hólminum 14. - 15. febrúar.

Hólmarar eru búnir að búa til spennandi morðgátu sem þarf að leysa. Hver er fórnarlambið og hver morðinginn? Komdu í Hólminn og leystu morðgátuna!

ATH. 2-4 saman í liði.

 

FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið

Hræðilegur ratleikur fyrir börn.

Kl. 16:00 Höfðaborg - Skólastíg 14

Allar vísbendingar í morðgátunni leynast í gömlu heimavistinni á Höfðaborg, nú getið þið hafist handa við að leysa gátuna.

Morðgátan verður í gangi:

Föstudag: kl. 16:00-22:00

Laugardag: kl. 11:00-18:00

Svörum við morðgátunni skal skilað í kassa á Fósshótel fyrir kl. 20:00, laugardaginn 15. febrúar.

Kl. 16:00-18:00 Frystihúsið, Aðlagötu 1

26 metrar af sögu! 

Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga: Myndgerð sögunnar eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem unnin er fyrir Eyrbyggjusögufélagið sýnd í fyrsta sinn í fullri lengd.

Kl. 16:00 Fosshótel

Hræðilegir kokteilar frá kl. 16:00 , 15% afsláttur af mat fyrir þá sem sækja viðburði á Fosshótel föstudags- eða laugardagskvöld, veitingastaðurinn opinn frá kl. 18:00.

Kl. 16:30 Frystihúsið, Aðalgötu 1

Verið er nú meðan vært er.                                                                                                

Eyrbyggjusaga er uppfull af hræðilegum atburðum sem gerast um allt Snæfellsnes. Anna Melsteð segir frá hræðilegustu senunum í sögunni þar sem koma fyrir afturgöngur, tröll og galdrar.

Kl. 17:00 Skipper

Veitingastaðurinn opinn frá kl. 17:00-21:00. Barinn opinn til kl. 02:00.

Kl. 17:00-21:00 Skúrinn

Veitingastaðurinn opinn.

Kl. 17:30 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Opnun á ljósmyndasýningunni Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur, léttar veitingar í boði.

Kl. 18:00 Narfeyrarstofa 

Veitingastaðurinn opinn. Happy hour frá kl. 18:00-20:00.

Kl. 18:00-22:00 Sjávarpakkhúsið

Veitingastaðurinn opinn. Borðapantanir á sjavarpakkhusid.is.

Kl. 20:30 Fosshótel

Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir - Hvernig myndast þessi hryllingur í huga höfundar? Hvaðan koma þessir karakterar? Umfjöllun og samtal við Yrsu um skrif hennar og allskonar hræðilega hluti….

Kl. 22:00-02:00 Skipper

Varúlfur! Fáðu spil, (þorpsbúi, varúlfur, læknari) og sýndu engum. Ef þú ert þorpsbúi, reyndu að vera fyrstur til að giska á hver varúlfurinn er og vinna ókeypis drykk fyrir þig og vin, en ekki flýta þér, þú hefur aðeins þrjár tilraunir! Ef þú ert VARÚLFURINN geturðu drepið þorpsbúa með því að blikka þá. Ef varúlfurinn blikkar þig, láttu nokkrar sekúndur líða og láttu alla vita að þú sért dáinn. Ef varúlfurinn nær að drepa alla og þá vinnur jamm leikinn. Fáðu hjálp með því að breyta 2 manneskjum í varúlf eins og þú, haltu bara tungunni út að þeim og þeir hjálpa þér í drápinu þínu. Ef þú ert læknari, endurlífgaðu þá látnu með því að kyssa þá á ennið, en passaðu þig! Þú gætir verið gripinn af varúllfinum og enginn mun geta bjargað þér.



LAUGADAGUR 15. FEBRÚAR

Kl. 08:00-15:00 Nesbrauð

Bakaríið opið.

Kl. 12:00-14:00 Narfeyrarstofa

Veitingastaðurinn opinn.

Kl. 12:00-16:00 Sjávarborg

Hræðilega gott kaffi og bakkelsi.

Kl. 13:00 Frystihúsið, Aðalgötu 1

Verið er nú meðan vært er.

Eyrbyggjasaga er uppfull af hræðilegum atburðum sem gerast um allt Snæfellsnes. Anna Melsteð segir frá hræðilegustu senunum í sögunni þar sem koma fyrir afturgöngur, tröll og galdrar.

Kl. 13:00-17:00 Frystihúsið, Aðalgötu 1

26 metrar af sögu!

Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga: Myndgerð sögunnar eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem unnin er fyrir Eyrbyggjusögufélagið sýnd í fyrsta sinn í fullri lengd.

Kl. 13:00 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Draugahús fyrir börn. 

Kl. 14:00 - 16:00 Sjávarpakkhúsið 

Dagdrykkja - tilboð á barnum, Sæskrímsli og Sjöundá

Kl. 14:00 Sæskrímsli í íslenskum þjóðsögum - Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur. Sögur af ógnvænlegum skrímslum sem búa í hafinu þekkjast um allan heim. Hafið er auðvitað dularfullur og jafnvel hættulegur staður. Á Íslandi, sem er umkringt sjó í allar áttir, hafa verið sagðar sögur margvíslegar sögur af kynjaskepnum eins og fjörulöllum, skeljaskrímslum og hafbúum. Stundum er líka stutt á milli hins náttúrulega og yfirnáttúrulega og eru til íslenskar þjóðsögur af hættulegum illhvelum og jafnvel selum og ísbjörnum sem hafa fengið á sig yfirnáttúrulegan blæ. En hvernig sögur eru þetta og hvað geta þær sagt okkur um samfélagið sem sagði þær? Hvað eru skrímsli og hvers vegna búa þau í hafinu?

Kl. 14:45 Var Bjarni Bjarnason morðingi eða miskilinn? Steinunn Kristjánsdóttir upplýsir áheyrendur um helstu staðreyndir í Sjöundármálunum. Spurt verður hvort einhver hafi verið drepinn á Sjöundá og hver hafi þá verið morðinginn? Áheyrendur eiga síðan að leggja til lausn á þessu fræga morðmáli. Verðlaun eru veitt fyrir bestu tilgátuna.

Kl. 16:00 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Draugahús fyrir fullorðna.

Kl. 16:00 Fosshótel

Hræðilegir kokteilar frá kl. 16:00 , 15% afsláttur af mat fyrir þá sem sækja viðburði á Fosshótel föstudags- eða laugardagskvöld, veitingastaðurinn opinn frá kl. 18:00.

Kl. 17:00 Narfeyrarstofa

Scary hour

„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“

Fyrr á öldum var algengt á Íslandi að hið opinbera refsaði fólki fyrir stóra og smáa glæpi með líkamsmeiðingum, pyntingum og ofbeldi. Auk þess var fólk svo tekið af lífi með ólíkum aðferðum, þegar verst lét, og þurfti ekki alltaf mikil afbrot til.  

Í erindi sínu ræðir Jón Jónsson þjóðfræðingur af Ströndum um slíkar refsingar og þær aðferðir sem notaðar voru á Íslandi á ólíkum tímum. Sumar refsingarnar voru beinlínis hræðilegar, aðrar kannski dálítið skringilegar, en allar áttu það sameiginlegt að ætlun dómharðra og refsiglaðra stjórnvalda var að valda fólki líkamlegum skaða eða stuðla að félagslegri útskúfun þess.

Happy hour frá kl. 17:00-20:00. Vínstúkan opin frá kl. 17:00-02:00.

Veitingastaðurinn opinn frá kl. 18:00.

Kl. 17:00-21:00 Skúrinn

Veitingastaðurinn opinn.

Kl. 17:00-21:00 Skipper

Veitingastaðurinn opinn.

Kl. 18:00-22:00 Sjávarpakkhúsið

Veitingastaðurinn opinn. Borðapantanir á sjavarpakkhusid.is.

Kl. 20:00 Skógræktin

Sagnaseiður á Snæfellsnesi, Ragnhildur Sigurðardóttir sögufylgja segir hræðilegar sögur af Snæfellsnesi. Varðeldur, kakó og strohh.

Kl. 21:00 Fosshótel

Glæpa Kviss, Anna Margrét Pálsdóttir sérleg áhugamanneskja um morð og glæpi, treður upp með glæpsamlegum spurningum.

Narfeyrarstofa

Vínstúkan opin til kl. 02:00.


Eftirtöldum aðilum eru færðar þakkir fyrir framlag til hátíðarinnar. 

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

Eyrbyggjusögufélagið og Anna Melsteð

Fosshótel

Félagsmiðstöðin X-ið

Góa

Hótel Fransiskus

Höfðaborg

Höfundar morðgátu: Halldóra Margrét Pálsdóttir og Heiðrún Edda Pálsdóttir

Kram

Narfeyrarstofa

Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Ragnhildur Sigurðardóttir

Sjávarpakkhúsið

Skipavík verslun

Sveitarfélagið Stykkishólmur

Verkalýðsfélag Snæfellinga

Ölgerðin

Sem og öllum þátttakendum í dagskrá helgarinnar

View Event →
Moðrgáta á Hræðilegri helgi
Feb
14
to 15 Feb

Moðrgáta á Hræðilegri helgi

Þann 13. febrúar árið 1997 héldu nemendurnir á heimavistinni í Stykkishólmi partý. Partýið var viðburðaríkt en endaði hrottalega. Einn nemendanna var drepinn. Það er þitt verkefni að komast að því hver sé sá seki.

Morðgátan hefst á gömlu heimavistinni, nú Höfðaborg kl.16 á föstudegi þar sem rannsakendur fá leikreglur, skráningarblað og aðgang að vettvangi. Í leikreglunum kemur allt fram sem rannsakendur þurfa að vita til að geta hafist handa við að leysa gátuna. Þegar morðvettvangur er opinn getur liðið þitt tekið þátt. Athugið að það eru 2 til 4 saman í liði og liðið þarf að hafa nafn. Við mælum með að liðið punkti hjá sér og taki myndir af helstu upplýsingum sem gætu nýst við rannsókn á málinu. Vísbendingar geta verið yfirgripsmiklar. Rannsakendur eru hvattir til þess að mæta á vettvang og skoða hann vel en setjast niður á hina ýmsu staði í bænum og leysa gátuna.

Á Höfðaborg verður opinn vettvangur á:
Föstudegi frá 16:00-22:00
Laugardegi frá 11:00-18:00

Skipuleggjendur verða á vettvangi á laugardeginum frá 11:00-12:30. Svörum er síðan skilað í svarkassa á Fosshótel fyrir kl. 20:00 á laugardag. Úrslit verða tilkynnt á Glæpa Kviss sem hefst kl. 21:00.

Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir að leysa morðið.
Verðlaun verða einnig veitt fyrir mestu innlifun, t.d. búningar, liðsandi, keppnisskap og fleira.
Dómarar og skipuleggjendur morðgátunnar eru Halldóra Margrét og Heiðrún Edda.

View Event →
26 metrar af sögu
Feb
14
to 15 Feb

26 metrar af sögu

Föstudagur 14. febrúar kl. 16:00 - 18:00 / Laugardagur 15. febrúar kl 13:00 - 17:00 í frystihúsinu, Aðalgötu 1.

26 metrar af sögu!
Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga: Myndgerð sögunnar eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem unnin er fyrir Eyrbyggjusögufélagið sýnd í fyrsta sinn í fullri lengd.

View Event →
Verið er nú meðan vært er - Afturgöngur, tröll og galdrar í Eyrbyggju
Feb
14
to 15 Feb

Verið er nú meðan vært er - Afturgöngur, tröll og galdrar í Eyrbyggju

Föstudagur 14. febrúar kl. 16:30 / Laugardagur 15. febrúar kl. 13 í gamla frystihúsinu, Aðalgötu 1.


Verið er nú meðan vært er.
Eyrbyggjasaga er uppfull af hræðilegum atburðum sem gerast um allt Snæfellsnes. Anna Melsteð segir frá hræðilegustu senunum í sögunni þar sem koma fyrir afturgöngur, tröll og galdrar.

View Event →
Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur í Norska húsinu
Feb
14
to 12 Mar

Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur í Norska húsinu

Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur, opnar föstudaginn 14. febrúar kl. 17:30.

Guðrún er áhugaljósmyndari og tekur myndir aðallega af náttúru og byggingum í drungalegum og dramatískum stíl. Myndirnar á sýningunni eru teknar á árunum 2019 til 2024.

Þema sýningarinnar er, að þó svo að það liggi yfir okkur myrkur og drungi, getur augnablikið verið fallegt á sama tíma. Mikilvægt er að staldra við, fanga augnablikið, leyfa tilfinningunum að bresta út og njóta þess.

Er þetta fyrsta ljósmyndasýning Guðrúnar.
Boðið verður upp á léttar veitingar.

Sýningin stendur til 12. mars.

View Event →
Vínstúkan opin
Feb
14
to 16 Feb

Vínstúkan opin

Það er hræðileg helgi framundan í Stykkishólmi!!

Fyrir þá sem þora, þá verður mikið um að vera á Narfeyrarstofu

SCARY HOUR KL. 17 Á LAUGARDAG

Erindi um refsingar og pyntingar áður fyrr á Íslandi - Jón Jónsson

Vínstúkan opnar kl. 18 föstudag og á laugardag

Happy hour milli kl 18-20 báða daga!

Opnunartímar á veitingastaðnum:

Frá kl. 18 á föstudag

Kl. 12-14 á laugardag og síðan frá kl. 18

Frá kl. 18:00 á sunnudag

View Event →
Yrsa Sigurðardóttir, hryllingur, morð - spurt og svara'
Feb
14
8:30 pm20:30

Yrsa Sigurðardóttir, hryllingur, morð - spurt og svara'

Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir hefur sannarlega farið sigurför um heiminn fyrir skrif sín. Blóð lekur niður blaðsíður bóka Yrsu og spennan heldur lesendum gjörsamlega í heljargreipum. Yrsa hefur drepið langt yfir 50 manns. Hún segir skemmti­legra að drepa gott fólk en vont. Að áhuga­verðara sé að kryfja af hverju það ger­ist held­ur en þegar vont fólk er drepið.

Hvernig myndast þessi hryllingur í huga höfundar? Hvaðan koma þessir karakterar? Föstudaginn 14. Febrúar fá gestir að hlýða á og eiga samtal við Yrsu um skrif hennar og allskonar hræðilega hluti…..

View Event →
Varúlfur á Skipper
Feb
14
to 15 Feb

Varúlfur á Skipper

Bar opinn til tvö, með smá ívafi fyrir 'Hræðilega Helgi'
Í þessum leik verður varúlfur sem reikar um krána, verður það þú?

Varúlfur! Fáðu spil, (þorpsbúi, varúlfur, læknari) og sýndu engum. Ef þú ert þorpsbúi, reyndu að vera fyrstur til að giska á hver varúlfurinn er og vinna ókeypis drykk fyrir þig og vin, en ekki flýta þér, þú hefur aðeins þrjár tilraunir! Ef þú ert VARÚLFURINN geturðu drepið þorpsbúa með því að blikka þá. Ef varúlfurinn blikkar þig, láttu nokkrar sekúndur líða og láttu alla vita að þú sért dáinn. Ef varúlfurinn nær að drepa alla og þá vinnur jamm leikinn. Fáðu hjálp með því að breyta 2 manneskjum í varúlf eins og þú, haltu bara tungunni út að þeim og þeir hjálpa þér í drápinu þínu. Ef þú ert læknari, endurlífgaðu þá látnu með því að kyssa þá á ennið, en passaðu þig! Þú gætir verið gripinn af varúllfinum og enginn mun geta bjargað þér.

View Event →
Draugahús í Norska húsinu
Feb
15
1:00 pm13:00

Draugahús í Norska húsinu

Í tilefni af Hræðilegri helgi í Stykkishólmi verður Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið sett í hræðilegan draugalegan búning.
Það eru krakkarnir í Félagsmiðstöðinni X-ið sem sjá um að hræða okkur.

ATH. Kl. 13:00-14:00 er draugahús fyrir börn.
Kl. 16:00-17:00 er opið fyrir eldri kynslóðina.

View Event →
Sæskrímsli og Sjöundá á Sjávarpakkhúsinu
Feb
15
2:00 pm14:00

Sæskrímsli og Sjöundá á Sjávarpakkhúsinu

Dagdrykkja á Sjávarpakkhúsinu á Hræðilegri helgi, tilboð á barnum og spennandi erindi.

Sæskrímsli og Sjöundá!

Kl. 14:00 Sæskrímsli í íslenskum þjóðsögum: Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir sögur af ógnvænlegum skrímslum sem búa í hafinu þekkjast um allan heim. Hafið er auðvitað dularfullur og jafnvel hættulegur staður. Á Íslandi, sem er umkringt sjó í allar áttir, hafa verið sagðar sögur margvíslegar sögur af kynjaskepnum eins og fjörulöllum, skeljaskrímslum og hafbúum. Stundum er líka stutt á milli hins náttúrulega og yfirnáttúrulega og eru til íslenskar þjóðsögur af hættulegum illhvelum og jafnvel selum og ísbjörnum sem hafa fengið á sig yfirnáttúrulegan blæ. En hvernig sögur eru þetta og hvað geta þær sagt okkur um samfélagið sem sagði þær? Hvað eru skrímsli og hvers vegna búa þau í hafinu?

Kl. 14:45 Var Bjarni Bjarnason morðingi eða miskilinn: Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði upplýsir áheyrendur um helstu staðreyndir í Sjöundármálunum. Spurt verður hvort einhver hafi verið drepinn á Sjöundá og hver hafi þá verið morðinginn? Áheyrendur eiga síðan að leggja til lausn á þessu fræga morðmáli. Verðlaun eru veitt fyrir bestu tilgátuna.

View Event →
„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“ - glæpir og refsing á Narfeyrarstofu
Feb
15
5:00 pm17:00

„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“ - glæpir og refsing á Narfeyrarstofu

Scary hour í Vínstúkunni á Narfeyrarstofu á Hræðilegri helgi.

„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“

Fyrr á öldum var algengt á Íslandi að hið opinbera refsaði fólki fyrir stóra og smáa glæpi með líkamsmeiðingum, pyntingum og ofbeldi. Auk þess var fólk svo tekið af lífi með ólíkum aðferðum, þegar verst lét, og þurfti ekki alltaf mikil afbrot til.

Í erindi sínu ræðir Jón Jónsson þjóðfræðingur af Ströndum um slíkar refsingar og þær aðferðir sem notaðar voru á Íslandi á ólíkum tímum. Sumar refsingarnar voru beinlínis hræðilegar, aðrar kannski dálítið skringilegar, en allar áttu það sameiginlegt að ætlun dómharðra og refsiglaðra stjórnvalda var að valda fólki líkamlegum skaða eða stuðla að félagslegri útskúfun þess.

Tilvalið að fá sér drykk á barnum og hlusta á glæpsamlegt erindi!

View Event →
Sátan 2025
Jun
5
to 7 Jun

Sátan 2025

Sátan er þriggja daga þungarokkshátíð haldin í Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Hátíðin leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fremstu þungarokkshljómsveitum Íslands hverju sinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum.

Hópurinn á bak við Sátuna samanstendur af þungarokksunnendum og tónlistarfólki sem hafa verið virk í íslensku senunni í allt að 30 ár og hefur mikla reynslu af því að halda tónlistarhátíðir og tónleika ásamt almennu hljómsveitarbrölti.

Öll eru velkomin á Sátuna óháð uppruna, litarhafti, trúarskoðunum, kyni eða kynhneigð, og það er aðeins eitt markmið: að allir, starfsfólk, hljómsveitir og gestir, fari heim brosandi eftir frábæra hátíð!

Ofbeldi ógildir miðann!

View Event →

Karíókí kvöld á Narfeyrarstofu
Dec
28
to 29 Dec

Karíókí kvöld á Narfeyrarstofu

Verðum við ekki að taka einn alvöru snúning á jólalögunum saman?!
Við byrjum kl 22:00 í hátíðarskapi!
Við hvetjum alla söngfugla til að koma og þenja raddböndin með okkur og lofum auðvitað góðum drykkjum á barnum!
Þú getur bókað borð á veitingastaðnum fyrr um kvöldið á www.dineout.is/narfeyrarstofa eða í síma: 533 1119

View Event →
Skötuveisla á Narfeyrarstofu
Dec
23
12:00 pm12:00

Skötuveisla á Narfeyrarstofu

SKÖTUVEISLA Á NARFEYRARSTOFU
Frá 12:00 á hádegi á Þorláksmessu
Panta þarf fyrir fram 533-1119 eða á vakt@narfeyrarstofa.is

Kæst stórskata og tindabykkja
Saltfiskur úr Þórsnesi
Plokkfiskur

Nýjar kartöflur og rófur
Hnoðmör og hamsatólg

Jólasíld og nýbakað rúgbrauð

Grjónagrautur með möndlu

Verð 6.900 kr.

View Event →
Jólahofið - Eir snyrtistofa
Dec
14
to 21 Dec

Jólahofið - Eir snyrtistofa

Elsku vinir nú fara alveg að koma jól og það þýðir að Jólahofið opnar bráðlega.

Ég hlakka til að taka á móti ykkur

Húðvöruráðgjöf

Jólapakkar Comfort Zone á 20 % afslætti

Gjafabréfin á sínum stað

Konfekt

Jólatónlist

Handadekur

Opið:

14. desember: 13-18.

20.desember: 13-18.

21. desember: 14-20

View Event →
Jólasögustund á Amtsbókasafninu
Dec
12
5:30 pm17:30

Jólasögustund á Amtsbókasafninu

Jólasögustund er fastur liður á aðventunni hjá Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Lesin verður hugljúf jólasaga og boðið upp á léttar og jólalegar veitingar. Eftir sögustund er safnið opið til kl 18 svo það gefst góður tími til að lesa, lita, finna jólabækur til að taka með heim og eiga notalega stund.

Verið öll velkomin

View Event →
Njótum aðventunnar í Hólminum
Dec
12
to 14 Dec

Njótum aðventunnar í Hólminum

Fimmtudagur 12. desember

15:00-17:00 Lions húsið: Jólakökubasar, leiðisgreinasala og blóðsykursmæling - Lionskonur Hörpu.

17:30 Amtsbókasafnið: Jólasögustund, lesin verður hugljúf jólasaga og boðið upp á léttar og jólalegar veitingar.

18:00 Skúrinn: Jólaóvissa Skúrsins.

19:15 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - Hamar 1. deild karla.

20:00-22:00 Norska húsið: Jólamarkaður.

Föstudagur 13. desember

18:00 Skúrinn: Jólaóvissa Skúrsins.

18:00-21:00 Sjávarpakkhúsið: Tíu rétta smakkseðill.

18:00-21:00 Narfeyrarstofa: Veitingastaðurinn opinn.

Laugardagur 14 desember

09:30-16:00 Hárstofan: Hárstofan opin.

11:00-16:00 Skipavík verslun: Verslunin opin.

11:00-17:00 Kram: Verslunin opin.

12:00-14:00 Skógæktin: Skógræktarfélagið selur jólatré.

12:00-16:00 Hjal og Loppu Sjoppan: Verslanir opnar.

13:00-16:00 Norska húsið: Jólasýning - 24 dagar til jóla.

13:00-16:00 Gamla KST: Vinnustofa Önnu Sígríðar Gunnarsdóttur opin.

14:00 Höfðaborg: Jólaball, allir hjartanlega velkomnir.

13:00-18:00 Eir snyrtistofa: Jólahofið opið, húðvöruráðgjöf, jólapakkar Comfort Zone á 20 % afslætti, gjafabréfin á sínum stað, konfekt, jólatónlist og handadekur.

18:00 Skúrinn: Jólaóvissa Skúrsins.

18:00-21:00 Sjávarpakkhúsið: Tíu rétta smakkseðill.

18:00-21:00 Narfeyrarstofa: Veitingastaðurinn opinn.

Sunnudagur 15. desember

11:00-17:00 Kram: Verslunin opin.

12:00-14:00 Skógæktin: Skógræktarfélagið selur jólatré.

13:00-16:00 Norska húsið: Jólasýning.

13:00-16:00 Gamla KST: Vinnustofa Önnu Sígríðar Gunnarsdóttur opin.

View Event →
Njótum aðventunnar í Hólminum
Dec
6
to 8 Dec

Njótum aðventunnar í Hólminum

Föstudagur 6. desember

12:00-18:00 Sjávarborg: Smørreborg, danskar kræsingar, öl og ákavíti. Pantanir á sjavarborg.is.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.

Laugardagur 7. desember

10:30-14:00 Hárstofan: Hárstofan opin.

11:00-16:00 Skipavík verslun: Verslunin opin.

11:00-17:00 Kram: Verslunin opin.

12:00-15:00 Hjal og Loppu sjoppan: Aðventu hygge, kaffi, kakó og kruðerí.

12:00-18:00 Sjávarborg: Smørreborg, danskar kræsingar, öl og ákavíti. Pantanir á sjavarborg.is.

13:00 Tónlistarskólinn: 9. bekkur með bíósýningu - The Grinch, 1000 kr. inn og sjoppa á staðnum.

13:00 Amtsbóksafnið: Rithöfundakaffi, Gróa Finnsdóttir les úr bók sinni Eyjar.

13:00-16:00 Norska húsið: Jólamarkaður og jóladrykkur. Greta María gullsmiður verður á staðnum.

13:00-16:00 Gallerí Braggi: Gallerí Braggi opinn.

13:00-17:00 Vinnustofa Tang og Riis: Aðventuopnun.

14:00-16:00 Einar Höllu Guðmundsson trúbador verður á ferðinni:

14:00 Kram

14:30 Sjávarborg

15:00 Norska húsið

15:30 Narfeyrarstofa

14:00-17:00 Gamla KST: Vinnustofa Önnu Sígríðar Gunnarsdóttur opin.

15:00 Narfeyrarstofa: Vínstofan opin, tilboð á barnum.

16:00-18:00 Hótel Egilsen: Heitt súkkulaði & jólaglögg.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is (uppselt).

Sunnudagur 8. desember

12:00-15:00 Sjávarborg: Smørreborg, danskar kræsingar, öl og ákavíti. Pantanir á sjavarborg.is.

13:00-17:00 Vinnustofa Tang og Riis: Aðventuopnun.


View Event →
Guðrún Árný - Notaleg jólastund í Stykkishólmskirkju
Dec
1
8:00 pm20:00

Guðrún Árný - Notaleg jólastund í Stykkishólmskirkju

Guðrún Árný - Notaleg jólastund um allt land

Söngkonan og píanóleikarinn Guðrún Árný verður á flakki í desember með hugljúfa og einlæga jólatónleika ásamt strengjum og kórum úr heimabyggð.

Tónleikar fyrir alla sem vilja brjóta upp hversdagsleikann, hlæja, njóta og hlusta á fallega tónlist. Allt á laufléttum nótum þar sem Guðrún hefur hvað mest gaman af því að spjalla og kynnast áhorfendum milli laga.

Dagskrá:
1. des - Stykkishólmskirkja
4. des - Víkurkirkja (Vík í Mýrdal)
5. des - Hafnarkirkja (Höfn í Hornafirði)
6. des - Egilstaðakirkja
7. des - Eskifjarðarkirkja
8. des - Vopnafjarðarkirkja
9. des - Húsavíkurkirkja
10. des- Dalvíkurkirkja
11. des - Siglufjarðarkirkja
12. des - Glerárkirkja (Akureyri)
15. des - Víðistaðakirkja (Hafnarfirði)
18.des - Ísafjarðarkirkja

Miðasala hefst 30.ágúst kl 12:00 á TIX

View Event →
Dónajól í Vatnasafninu
Nov
30
9:00 pm21:00

Dónajól í Vatnasafninu

Hljómsveitin Bergmál inniheldur dömurnar Selmu og Elísu Hildi, þær eru hinar einu sönnu Frostdrósir sem munu syngja inn jólin með húmorinn að vopni.

Þetta er mögulega fallegasta og dónalegasta jólaskemmtun Íslandssögunnar! Við mætum með húmorinn og gítarinn að vopni og tryllum líðinn með okkar einstöku dónajólalögum.

Jólalegt uppistand í tónlistarformi! Dónajól er einstök tónlistarupplifun sem kætir og grætir! Lögin innihalda kómíska texta sem kemur öllum í réttu jólasköpin og taka þær jólunum alls ekki of alvarlega!

Dömurnar hafa gefið út jólaslagara eins og Askasleikir, Uppstúfur og Heilög fæðing svo dæmi séu nefnd. Lögin eru að finna á m.a. Spotify og youtube. Www.bergmal.band

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Aðgangur ókeypis.

View Event →
 Einar Falur Ingólfsson - Útlit loptsins, veðurdagbók
Nov
30
1:00 pm13:00

Einar Falur Ingólfsson - Útlit loptsins, veðurdagbók

Laugardaginn 30. nóvember, kl. 13 til 16, verður Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari í Norska húsinu og kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók. Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi nákvæmlega 170 árum fyrr, á árunum 1852 og 53. Árni reisti og bjó í Norska húsinu, þar sem hann sinnti veðurathugunum sínum áratugum saman. Einar Fal hlakkar því til að kynna verk sitt heima hjá Árna, sem hann átti í samtali við gegnum tímann, og nærri Vatnasafni, þar sem hann vann helming ársins meðan hann skrásetti veðurdagbók sina.

Útlit loptsins – Veðurdagbók er 400 blaðsíður, í stóru broti. Jón Kalman Stefánsson ritar formála að bókinni og Einar Falur inngang um verkefnið. Einnig er birt ljóð eftir skáldið kunna Anne Carson um veðrið í Stykkishólmi en hún dvaldi líka og starfaði á sínum tíma í sex mánuði í Vatnasafni. Kind útgáfa gefur bókina út og verður hún á sérstöku tilboðsverði í Norska húsinu. Einnig verður hægt að panta prent eftir stökum verkum úr veðurdagbókinni en mörg verkanna í henni sýna byggingar og staði í Stykkishólmi og á Snæfellsnesi.

View Event →
Njótum aðventunnar í Hólminum
Nov
29
to 1 Dec

Njótum aðventunnar í Hólminum

Föstudagur 29. nóvember

11:00-18:00 Kram: Svartur föstudagur, 20% afsláttur. * Ekki afsláttur af bókum og garni.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.

Laugardagur 30. nóvember

09:00-11:00 Nýrækt: Hittið kindurnar í Nýrækt 4 (fjólubláu fjárhúsin). Krúttmundur og co hlakka til að fá knús.

10:00-16:00 Hárstofan: 25% afsláttur af öllum raftækjum.

11:00-16:00 Skipavík verslun: 20% afsláttur af öllum fatnaði og Scarpa skóm.

11:00-17:00 Kram: Aðventuskreytingadagur , 15% afsláttur af aðventustjökum og kertum.

12:00-15:00 Hjal og Loppu sjoppan: Aðventu hygge, kaffi, kakó og kruðerí.

13:00-16:00 Norska húsið: Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók.

13:00-16:00 Norska húsið: Piparkökuhús og pipiarkökuskreytingar. Jólasýningin 24 dagar til jóla og jóladrykkur, afsláttur á völdum vörum í Krambúðinni.

13:00-16:00 Gallerí Braggi: Gallerí Braggi opinn.

16:00-18:00 Hótel Egilsen: Heitt súkkulaði & jólaglögg.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is (uppselt).

21:00 Vatnasafn: Dónajól, hljómsveitin Bergmál inniheldur dömurnar Selmu og Elísu Hildi, þær eru hinar einu sönnu Frostdrósir sem munu syngja inn jólin með húmorinn að vopni.Þetta er mögulega fallegasta og dónalegasta jólaskemmtun Íslandssögunnar! Við mætum með húmorinn og gítarinn að vopni og tryllum lýðinn með okkar einstöku dóna jólalögum. Aðgangur ókeypis.

Sunnudagur 1. desember.

11:00-17:00 Kram: Sælkeradagur, 15% afsláttur af öllum sælkeravörum.

14:00-16:00 Fosshótel: Jólabasar Kvenfélagsins.

20:00 Stykkishólmskirkja: Guðrún Árný - Notaleg jólastund. Miðasala á tix.is.

View Event →