Samsýning Hólmara í Norska húsinu
Oct
25
to 23 Nov

Samsýning Hólmara í Norska húsinu

Í tilefni Norðurljósahátíðar verður opnuð samsýning Hólmara föstudaginn 25. október kl. 17:00.
Verk á sýningunni eiga: Egill Hjaltalín, Elín Sóley Reynisdóttir, Greta María Árnadóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Margrét Lilja Álfgeirsdóttir og Ægir Breiðfjörð.

Allir hjartanlega velkomnir.
Léttar veitingar í boði.

Sýningin mun standa til 23. nóvember.

View Event →
Jólahlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi
Nov
22
to 7 Dec

Jólahlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi

Fosshótel Stykkishólmur verður í sannkölluðu hátíðarskapi og býður upp á glæsilegt jólahlaðborð á völdum dögum aðventunnar. Eigðu einstaka hátíðarstund með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum. Aðeins um tveggja tíma akstur frá Reykjavík í jólabæinn Stykkishólm.

Dagsetningar:

  • 22.nóvember

  • 23.nóvember 

  • 29.nóvember 

  • 30.nóvember - fullbókað

  • 6. desember

  • 7.desember  fullbókað  

Tilboð með og án gistingar:

Standard tveggja manna herbergi með morgunverði ásamt jólahlaðborði fyrir tvo á 49.900 kr.
Aukanótt í standard herbergi með morgunverði fyrir tvo er 23.900 kr.

Standard single use herbergi með morgunverði ásamt jólahlaðborði fyrir einn á 33.690 kr.
Aukanótt í standard herbergi með morgunverði fyrir einn er 21.1000 kr.

Jólahlaðborð 15.900 kr. á mann

View Event →
Jólamarkaður Loppu sjoppunnar
Nov
27
9:30 am09:30

Jólamarkaður Loppu sjoppunnar

Jólamarkaður verður í Loppu sjoppunni, dagana 27 . nóvember - 21. desember.

Þú gætir fundið það sem þig vantar fyrir jólin hjá okkur. Þér býðst bæði að versla eða selja það sem tengist jólunum á markaðnum. Það getur verið: jólaskraut, jólaföndur, handverk tengt jólum, jólaföt, þá jólapeysur, jólaskyrtur, jólakjólar eða þá sparifötinn og örugglega margt annað!

Það er aldrei að vita hvað þú finnur hjá okkur Ef þú vilt taka þátt, sendu okkur skilaboð í gegnum facebook eða instagram. Einnig getur þú sent tölvupóst á loppusjoppan@gmail.com.

Opið:

Miðvikudaga - Föstudagar: 14-18.

Laugardaga: 12-15.

View Event →
Njótum aðventunnar í Hólminum
Nov
29
to 1 Dec

Njótum aðventunnar í Hólminum

Föstudagur 29. nóvember

11:00-18:00 Kram: Svartur föstudagur, 20% afsláttur af öllum vörum.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.

19:15 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - KV, mfl. kk.

Laugardagur 30. nóvember

09:00 - 11:00 Nýrækt: Hittið kindurnar í Nýrækt 4 (fjólubláu fjárhúsin). Krúttmundur og co hlakka til að fá knús.

10:00-16:00 Hárstofan: 25% afsláttur af öllum raftækjum.

11:00-13:00 Norska húsið: Jólaföndur.

11:00-16:00 Skipavík verslun: 20% afsláttur af öllum fatnaði og Scarpa skóm.

11:00-17:00 Kram: Aðventuskreytingadagur , 15% afsláttur af aðventustjökum og kertum.

12:00-15:00 Hjal og Loppu sjoppan: Aðventu hygge, kaffi, kakó og kruðerí.

13:00-16:00 Norska húsið: Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók.

Jólasýning og jóladrykkur, afsláttur á völdum vörum í Krambúðinni.

13:00-16:00 Gallerí Braggi: Gallerí Braggi opinn.

16:00-18:00 Hótel Egilsen: Heitt súkkulaði & jólaglögg.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is (uppselt).

21:00 Vatnasafn: Dónajól, hljómsveitin Bergmál inniheldur dömurnar Selmu og Elísu Hildi, þær eru hinar einu sönnu Frostdrósir sem munu syngja inn jólin með húmorinn að vopni.Þetta er mögulega fallegasta og dónalegasta jólaskemmtun Íslandssögunnar! Við mætum með húmorinn og gítarinn að vopni og tryllum lýðinn með okkar einstöku dóna jólalögum. Aðgangur ókeypis.

Sunnudagur 1. desember.

11:00-17:00 Kram: Sælkeradagur, 15% afsláttur af öllum sælkeravörum.

14:00-16:00 Fosshótel: Jólabasar Kvenfélagsins.

20:00 Stykkishólmskirkja: Guðrún Árný - Notaleg jólastund. Miðasala á tix.is.

View Event →
 Einar Falur Ingólfsson - Útlit loptsins, veðurdagbók
Nov
30
1:00 pm13:00

Einar Falur Ingólfsson - Útlit loptsins, veðurdagbók

Laugardaginn 30. nóvember, kl. 13 til 16, verður Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari í Norska húsinu og kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók. Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi nákvæmlega 170 árum fyrr, á árunum 1852 og 53. Árni reisti og bjó í Norska húsinu, þar sem hann sinnti veðurathugunum sínum áratugum saman. Einar Fal hlakkar því til að kynna verk sitt heima hjá Árna, sem hann átti í samtali við gegnum tímann, og nærri Vatnasafni, þar sem hann vann helming ársins meðan hann skrásetti veðurdagbók sina.

Útlit loptsins – Veðurdagbók er 400 blaðsíður, í stóru broti. Jón Kalman Stefánsson ritar formála að bókinni og Einar Falur inngang um verkefnið. Einnig er birt ljóð eftir skáldið kunna Anne Carson um veðrið í Stykkishólmi en hún dvaldi líka og starfaði á sínum tíma í sex mánuði í Vatnasafni. Kind útgáfa gefur bókina út og verður hún á sérstöku tilboðsverði í Norska húsinu. Einnig verður hægt að panta prent eftir stökum verkum úr veðurdagbókinni en mörg verkanna í henni sýna byggingar og staði í Stykkishólmi og á Snæfellsnesi.

View Event →
Dónajól í Vatnasafninu
Nov
30
9:00 pm21:00

Dónajól í Vatnasafninu

Hljómsveitin Bergmál inniheldur dömurnar Selmu og Elísu Hildi, þær eru hinar einu sönnu Frostdrósir sem munu syngja inn jólin með húmorinn að vopni.

Þetta er mögulega fallegasta og dónalegasta jólaskemmtun Íslandssögunnar! Við mætum með húmorinn og gítarinn að vopni og tryllum líðinn með okkar einstöku dónajólalögum.

Jólalegt uppistand í tónlistarformi! Dónajól er einstök tónlistarupplifun sem kætir og grætir! Lögin innihalda kómíska texta sem kemur öllum í réttu jólasköpin og taka þær jólunum alls ekki of alvarlega!

Dömurnar hafa gefið út jólaslagara eins og Askasleikir, Uppstúfur og Heilög fæðing svo dæmi séu nefnd. Lögin eru að finna á m.a. Spotify og youtube. Www.bergmal.band

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Aðgangur ókeypis.

View Event →
Guðrún Árný - Notaleg jólastund í Stykkishólmskirkju
Dec
1
8:00 pm20:00

Guðrún Árný - Notaleg jólastund í Stykkishólmskirkju

Guðrún Árný - Notaleg jólastund um allt land

Söngkonan og píanóleikarinn Guðrún Árný verður á flakki í desember með hugljúfa og einlæga jólatónleika ásamt strengjum og kórum úr heimabyggð.

Tónleikar fyrir alla sem vilja brjóta upp hversdagsleikann, hlæja, njóta og hlusta á fallega tónlist. Allt á laufléttum nótum þar sem Guðrún hefur hvað mest gaman af því að spjalla og kynnast áhorfendum milli laga.

Dagskrá:
1. des - Stykkishólmskirkja
4. des - Víkurkirkja (Vík í Mýrdal)
5. des - Hafnarkirkja (Höfn í Hornafirði)
6. des - Egilstaðakirkja
7. des - Eskifjarðarkirkja
8. des - Vopnafjarðarkirkja
9. des - Húsavíkurkirkja
10. des- Dalvíkurkirkja
11. des - Siglufjarðarkirkja
12. des - Glerárkirkja (Akureyri)
15. des - Víðistaðakirkja (Hafnarfirði)
18.des - Ísafjarðarkirkja

Miðasala hefst 30.ágúst kl 12:00 á TIX

View Event →
Njótum aðventunnar í Hólminum
Dec
6
to 8 Dec

Njótum aðventunnar í Hólminum

Föstudagur 6. desember

12:00-18:00 Sjávarborg: Smørreborg, danskar kræsingar, öl og ákavíti. Pantanir á sjavarborg.is.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.

Laugardagur 7. desember

12:00-15:00 Hjal og Loppu sjoppan: Aðventu hygge, kaffi, kakó og kruðerí.

12:00-18:00 Sjávarborg: Smørreborg, danskar kræsingar, öl og ákavíti. Pantanir á sjavarborg.is.

13:00 Amtsbóksafnið: Rithöfundakaffi, Gróa Finnsdóttir les úr bók sinni Eyjar.

13:00-16:00 Norska húsið: Jólamarkaður.

13:00-16:00 Gallerí Braggi: Gallerí Braggi opinn.

16:00-18:00 Hótel Egilsen: Heitt súkkulaði & jólaglögg.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is (uppselt).

Sunnudagur 8. desember

12:00-15:00 Sjávarborg: Smørreborg, danskar kræsingar, öl og ákavíti. Pantanir á sjavarborg.is.


View Event →

Perlað af karfti í Stykkishólmi
Oct
27
12:00 pm12:00

Perlað af karfti í Stykkishólmi

Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur verður á Stykkishólmi sunnudaginn 27. október að perla í tilefni af Norðurljósahátíðinni í bænum.

Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína. Perlustund er tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum og um leið leggja góðu málefni lið.

- Opið hús milli kl. 12:00 og 15:00 og geta allir komið og lagt hönd á perlu í lengri eða skemmri tíma.

- Staðsetning: Grunnskólinn í Stykkishólmi

Við munum vera með ýmsan Kraftsvarning til sölu á staðnum og verðum með posa.

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

Það væri frábært ef þú gætir líka deilt viðburðinum með vinum og vandamönnum því við viljum sjá sem flesta

Hlökkum til að sjá ykkur

View Event →
Grugg í Vatnasafninu.
Oct
26
8:00 pm20:00

Grugg í Vatnasafninu.

Grugg í Vatnasafninu.
Í tilefni Norðurljósahátíðar, býður Einar H. Guðmundsson, nýr tónlistarkennari í Stykkishólmi, bæjarbúa velkomna í Vatnasafnið á „órafmagnaða” tónleika í anda MTV-unplugged tónleikaseríunnar sem var geysivinsæl á níunda áratug síðustu aldar. Einar mun fá til sín gesti og flytja eftirlætislögin sín frá tímabilinu, lög eftir hljómsveitir eins og Soundgarden, Alice In Chains, Nirvana, Pearl Jam o.fl.

View Event →
Jóseps tónleikar - til styrktar hljóðfærasjóði Tónlistarskóla Stykkishólms
Oct
26
4:30 pm16:30

Jóseps tónleikar - til styrktar hljóðfærasjóði Tónlistarskóla Stykkishólms

Á Norðurljósahátíð blæs Jósep Blöndal til stórtónleika í Stykkishólmskirkju. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar hljóðfærasjóði Tónlistarskóla Stykkishólms.

Fram koma:

Hólmfríður Friðjónsdóttir - söngur
Kristbjörg Hermannsdóttir - söngur

Hljómsveitin “Three Amigos” - félagarnir
Arnar Franz Hauksson - gítar
Hákon Rúnar Hólmgeirsson - bassi
Dagur Jónsson - altsaxófónn

Gergö Petö - básúna
Bence Petö - píanó
Hafþór Guðmundsson - trommur, hljómsveitarstjórn, reddinngar Daði þór Einarsson - trompet, kynnir
Kristjón Daðason - trompet
Jón Svanur Pétursson - víbrafónn
Laszló Petö - píanóundirleikur
Jósep Ó. Blöndal - píanó

Allir hjartanlega velkomnir.

View Event →
Minningar - fjallað um ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar
Oct
26
1:00 pm13:00

Minningar - fjallað um ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar

Í tilefni Norðurljósahátíðar, verður fjallað um ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar, í Norska húsinu laugardaginn 26. október kl. 13:00.

---

Fimmtudaginn 18. júlí 2024 kom út bókin Minningar III sem Rakel Olsen og fjölskylda gefur út til minningar um Ágúst Sigurðsson. Bókin innheldur myndir frá Ágústi sem var afkastamikill ljósmyndari og föður hans Sigurði Ágústsyni. Myndirnar eru frá aldamótum 1900 til níunda áratugs tuttugust aldar eru samtals 84 og varpa ljósi á lífið í og við Stykkishólm í tíð þeirra feðga. Ellert Kristinsson ritar kafla um Sigurð, Ágúst og Hólminn í bókinni.

Bókin er sú þriðja í röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 2004 í tilefni þess að þá voru 70 ár liðin frá fæðingu Ágústs, önnur bókin kom út árið 2009 og sú þriðja nú þegar 90 ár eru frá fæðingu Ágústs.

View Event →
Opnunarhátíð Norðurljósahátíðar
Oct
24
8:00 pm20:00

Opnunarhátíð Norðurljósahátíðar

Opnunarhátíð Norðurljósahátíðar verður í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 24. október kl. 20:00.

Boðið verður upp á söngveislu að hætti Hólmfríðar.

Fram koma:
Karlakórinn Heiðbjört
Söngsveitin Blær
Kvennasveitin Skaði

Einsöngvarar:
Hólmfríður Friðjónsdóttir
Lárus Ástmar Hannesson
Halla Dís Hallfreðsdóttir

Meðleikarar:
Lázsló Petö
Hólmgeir S. Þórsteinsson
Haukur Garðarsson
Martin Markvoll

Bæjarstjórn Stykkishólms mun veita heiðursviðurkenningu fyrir störf að menningar- og félagsmálum.

Öll hjartanlega velkomin.
Enginn aðgangseyrir.

View Event →
Norðurljósahátíð
Oct
24
to 27 Oct

Norðurljósahátíð

FIMMTUDAGUR 24. október                                                                                                                                                          

14:00-18:00 Gallerí Braggi: Verk listamanna til sýnis, Jane Alexander með leir og postulín, Kristín Guðmundsdóttir með fígúrur úr leir, Katrín Pálsdóttir með vatnslitamyndir og Salóme Dottir dyeworks með handlitað garn.

18:30 Við Norska húsið: Ljósahátíð, samvinnuverkefni nemenda leikskólans og nemenda yngri bekkja grunnskólans. Lýsum upp myrkrið og eigum saman fallega stund í nafni vináttu og kærleika.

20:00 Stykkishólmskirkja: Opnunarhátíð, Söngveisla að hætti Hólmfríðar, heiðrun og fleira. Enginn aðgangseyrir.

FÖSTUDAGUR 25. október

14:0 -18:00 Gallerí Braggi: Verk listamanna til sýnis, Jane Alexander með leir og postulín, Kristín Guðmundsdóttir með fígúrur úr leir, Katrín Pálsdóttir með vatnslitamyndir og Salóme Dottir dyeworks með handlitað garn.

14:00 Tónlistarskólinn: Söngstund með tónlistarkennurum .

14:00-18:00 Lions húsið: Lagersala Kram.

17:00 Norska húsið - BSH: Samsýning Hólmara, Egill Hjaltalín, Elín Sóley Reynisdóttir, Greta María Árnadóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Margrét Lilja Álfgeirsdóttir og Ægir Breiðfjörð.

19:15 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - Sindri 1. deild karla.

20:00 Vatnasafn: Sumarliði Ásgeirsson sýnir ljósmyndir frá heimshornaflakki.

22:00 Narfeyrarstofa: Norðurljósabingó í umsjón Viktoríu og Önnu Lindar.

LAUGARDAGUR 26. október

11:00-13:00 Nýrækt: Hittið kindurnar í Nýrækt 4 (fjólubláu fjárhúsin). Krúttmundur og co hlakka til að fá knús.

12:00-16:00 Sjávarborg: Norðurljósakaffi, kökur og kruðerí með ,,ábót''.

13:00 Norska húsið - BSH: Minningar, fjallað um ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar.

13:00-15:00 Amtsbókasafnið: Norðurljósaföndursmiðja, föndrarar á öllum aldri velkomnir.

13:00-16:00 Lions húsið: Lagersala Kram.

13:00-16:00 Norska húsið - BSH: Samsýning Hólmara, Egill Hjaltalín, Elín Sóley Reynisdóttir, Greta María Árnadóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Margrét Lilja Álfgeirsdóttir og Ægir Breiðfjörð.

13:00-17:00 Gallerí Braggi: Verk listamanna til sýnis, Jane Alexander með leir og postulín, Kristín Guðmundsdóttir með fígúrur úr leir, Katrín Pálsdóttir með vatnslitamyndir og Salóme Dottir dyeworks með handlitað garn.

14:00 Vatnasafn: Átök Sigurðar Breiðfjörðs og Jónasar Hallgrímssonar. Óttar Guðmundsson læknir segir frá nýútkominni ævisögu Sigurðar skálds. Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona kveður Númarímur. 

14:00-17:00 Gamla kaupfélags frystihúsið: Anna og Lára taka á móti gestum í vinnustofunni, léttar veitingar í boði.

14:00-17:00 Setrið, Skólastíg 11: Kaffisala, enginn posi. 2000 kr. - frítt fyrir börn.

16:30 Stykkishólmskirkja: Jóseps tónleikar, til styrktar hljóðfærasjóði Tónlistarskóla Stykkishólms.  

20:00 Vatnasafn: Grugg í Vatnasafninu. Einar H. Guðmundsson, nýr tónlistarkennari í Stykkishólmi, býður bæjarbúa velkomna í Vatnasafnið á  „órafmagnaða” tónleika í anda MTV-unplugged tónleikaseríunnar sem var geysivinsæl á níunda áratug síðustu aldar. Einar mun fá til sín gesti og flytja eftirlætislögin sín frá tímabilinu, lög eftir hljómsveitir eins og Soundgarden, Alice In Chains, Nirvana, Pearl Jam o.fl. 

21:30 Við Sjávarpakkhúsið: Orka sem þú sérð, finnur og heyrir, Ragnhildur Sigurðardóttir sögufylgja segir sögur af Snæfellsnesi. Við byrjum á því að ganga upp á Súgandisey þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og stroh.

SUNNUDAGUR 27. október

11:00 - 12:00 Íþróttahúsið: Meistaraflokks stúlkur- og piltar verða með opið hús.

12:00-15:00 Grunnskólinn: Perlað af krafti. 

13:00-15:00 Gallerí Braggi: Verk listamanna til sýnis, Jane Alexander með leir og postulín, Kristín Guðmundsdóttir með fígúrur úr leir, Katrín Pálsdóttir með vatnslitamyndir og Salóme Dottir dyeworks með handlitað garn.

13:00-16:00 Norska húsið: Samsýning Hólmara, Egill Hjaltalín, Elín Sóley Reynisdóttir, Greta María Árnadóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Margrét Lilja Álfgeirsdóttir og Ægir Breiðfjörð.

View Event →
Sýning á verkum gestalistamanna í Gallerí Bragga
Oct
24
to 27 Oct

Sýning á verkum gestalistamanna í Gallerí Bragga

Í Gallerí Bragga verða til sýnis og sölu verk listamannanana Jane Alexander með leir og postulín, Kristínar Guðmundsdóttur með fígúrur úr leir, Katrínar Pálsdóttur með vatnslitamyndir og Salóme Dottir dyeworks með handlitað garn.

Léttar veitingar í boði.

Opnunartími:
Fimmtudaginn 24. okt. 14:00 - 18:00
Föstudaginn 25. okt. 14:00 - 18:00
Laugardaginn 26. okt. 13:00 - 17:00
Sunnudaginn 27. okt. 13:00 - 15:00

View Event →
Sýning í Norska húsinu - Aftur og aftur en aldrei eins
Oct
1
to 23 Oct

Sýning í Norska húsinu - Aftur og aftur en aldrei eins

Í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla stendur yfir sýningin, Aftur og aftur en aldei eins.

Aftur og aftur en aldrei eins vinnur Sigríður Melrós prentverk með tækni dúkristu. Innblástur hennar kemur úr náttúrunni og með þrykkverkum sínum festir hún á blað það sem grær í kringum hana. Verkin eru litrík og næm og unnin í skapandi flæði þar sem bakgrunnur og endurtekið þrykkið gerir útkomuna alltaf nýja og ferska.

Sigríður hefur unnið við myndlist frá því hún lauk námi í Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1989. Hennar miðill hefur aðallega verið málverk og grafík, sérstaklega dúk og tréristur. Sigríður tók hlé á eigin listsköpun er hún vann við sýningartjórn á Listasafni Íslands og síðar sem safnstjóri á Listasafni Einars Jónssonar en tók upp þráðinn aftur fyrir fjórum árum og vinnur núna einvörðungu með dúkristuna. Hún horfir ofan í svörðinn því jurtirnar heilla og næra.

Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld les ljóð á opnuninni en 12. ljóðabók hennar er væntanleg í október.

Sýningin stendur til 23. október.

Allir hjartanlega velkomnir.

View Event →
Aug
18
3:00 pm15:00

Konunglegur fyrirlestur með Guðnýju Ósk um dönsku konungsfjölskylduna

Guðný Ósk, sem heldur úti Instagram-reikningnum Royal Icelander, mun vera með fyrirlestur um dönsku konungsfjölskylduna á Dönskum dögum. Guðný er sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar og mun fara yfir þær breytingar sem hafa orðið á dönsku konungsfjölskyldunni á árinu.

Hún mun m.a. fjalla um hvernig konungur Friðrik er og ætlar sér að verða, hvernig drottning Mary er og hvað Margrét drottning hefur verið að gera síðan hún eftirlét Friðriki hásætið. Guðný mun fara yfir nokkrar kenningar um af hverju Margrét lét Friðrik taka við með svona stuttum fyrirvara og hvað Jóakim prins hefur verið að gera undanfarna mánuði.

Guðný deilir reglulega fréttum og fróðleik um konungsfjölskyldur heimsins á Instagram-reikningi sínum Royal Icelander. Hún skrifaði BA-ritgerð sína um nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar og er oft álitsgjafi fjölmiðla á Íslandi um það sem er að gerast í konunglega heiminum.

Fyrirlesturinn fer fram á Amtasbókasafninu í Stykkishólmi, sunnudaginn 18. ágúst kl. 15:00.

View Event →
Aug
18
1:30 pm13:30

BMX brós á Dönskum dögum

BMX BRÓS mæta með dúndrandi sýningu og hjóla námskeið á Danska daga í Stykkishólmi.

Sýningin verður haldin 18. ágúst frá 13:30 - 15:00 á planinu við Grunnskólann í Stykkishólmi.

Sýningin eru kraftmikil upplifun sem fær hjörtun til að slá hraðar, áhorfendur eru miklir þátttakendur og hentar sýningin vel fyrir öll kyn og aldurshópa. Endilega látið sjá ykkur.

Eftir sýningu verður sett upp hjólanámskeið fyrir krakkana þar sem farið verður í grundvallaratriðin, stökkkennslu og tímatöku í þrautabraut.

Gott er að taka hjól og hjálm með - BMX hjól ekki skilyrði.
BMX BRÓS hlakkar til að sjá alla!

View Event →
Aug
17
to 18 Aug

Stuðlabandið á Dönskum dögum

Stórdansleikur með engum öðrum en Stuðlabandinu á Dönskum Dögum.

Staðsetning: Íþróttahúsið í Stykkishólmi
Húsið opnar kl. 23:30

Forsala stendur frá 1.-31.júlí.
Miðaverð í forsölu: 4900 kr.
Miðaverð við hurð: 5900 kr.

Forsala hér: https://studlabandid.is/pro.../danskir-dagar-i-stykkisholmi/

18 ára aldurstakmark

View Event →
Aug
17
9:30 pm21:30

Jørgen Olsen á Dönskum dögum

Það er okkur sannur heiður að kynna alla leið frá Danaveldi, stórsöngvarann og Eurovision sigurvegarinn Jørgen Olsen í boði Þórsness, Skipavíkur og Þ B Borg.

Jørgen mun koma fram á Dönskum dögum laugardaginn 17. ágúst kl. 21:30. Tónleikarnar fara fram á Stykkishólmshöfn.

Jørgen Olsen annar Olsens bræðranna sem unnu Eurovision keppnina eftirminnilega með laginu „Fly on the Wings of Love“ árið 2000 mun syngja stærstu smellina frá ferli sínum og slá á létta strengi.

View Event →
Aug
17
8:30 pm20:30

Havnefest. Brekkusöngur, bryggjuball og flugeldasýning á Dönskum dögum

Það verður sannkölluð veisla á 30 ára afmælishátíð Danskra daga, laugardagskvöldið 17. ágúst.

Kl. 20:30 munu Bjössi og Daði hefja leika og taka skemmtilegan og hressan brekkusöng með gestum hátíðarinnar.
Í framhaldi munu Katla Njáls og Elín Halla taka nokkur lög.

Heiðursgestur hátíðarinnar Jørgen Olsen mætir svo um kl. 21:30 og tekur sína bestu slagara og slær á létta strengi. Það eru Þórsnes, Skipavík og Þ B Borg sem styrkja komu kappans til okkar í Hólminn.

Til að ljúka svo kvöldinu með stæl munu Draugabanarnir stíga á svið og kveikja í mannskapnum.

Kl. 23:00 hefst svo flugeldasýning sem BB og synir og Stafnafell ehf. styrkja í tilefni 30 ára afmælis hátíðarinnar.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll og eiga góða kvöldstund saman.

View Event →
Aug
17
4:00 pm16:00

Bjórhlaup

Bjór/freyðisvíns hlaup Dönskum dögum.

Hlaupið hefst við Skúrinn og verður hlupið niður Aðalgötuna
ca. 800 m, keppendur mæta kl. 15:45.
Fjórar drykkjarstöðvar eru í hlaupinu og verða keppendur að ljúka einum drykk á hverri stöð.

Stöðvarnar eru:
- Skúrinn.
- Skipper.
- Narfeyrarstofa.
- Sjávarborg/Sjávarpakkhúsið.

20 ára aldurstakmark.

View Event →