Back to All Events

Dónajól í Vatnasafninu

Hljómsveitin Bergmál inniheldur dömurnar Selmu og Elísu Hildi, þær eru hinar einu sönnu Frostdrósir sem munu syngja inn jólin með húmorinn að vopni.

Þetta er mögulega fallegasta og dónalegasta jólaskemmtun Íslandssögunnar! Við mætum með húmorinn og gítarinn að vopni og tryllum líðinn með okkar einstöku dónajólalögum.

Jólalegt uppistand í tónlistarformi! Dónajól er einstök tónlistarupplifun sem kætir og grætir! Lögin innihalda kómíska texta sem kemur öllum í réttu jólasköpin og taka þær jólunum alls ekki of alvarlega!

Dömurnar hafa gefið út jólaslagara eins og Askasleikir, Uppstúfur og Heilög fæðing svo dæmi séu nefnd. Lögin eru að finna á m.a. Spotify og youtube. Www.bergmal.band

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Aðgangur ókeypis.