Back to All Events

Dönsk jólaveisla á Fosshótel


  • Fosshótel Borgarbraut Stykkishólmur Iceland (map)

Fosshótel Stykkishólmur býður upp á sannkallaða danska jólaveislu beint á borðið frá og með 25. nóvember.

Vinsæla danska jólaveislan snýr aftur! Fosshótel Stykkishólmur býður uppá sannkallaða danska jólaveislu beint á borðið. 

Flestir kannast við danska daga sem hafa verið haldnir í Stykkishólmi á hverju sumri allt frá árinu 1994 og er ein af elstu bæjarhátíðum bæjarins. Það er til að minna á dönsk tengsl bæjarins en fyrr á öldum voru hér m.a. starfandi danskir kaupmenn, læknir og lyfsali sem rak danskt apótek í bænum. 

Danska jólaveislan verður á Fosshótel Stykkishólmi alla daga frá 25. nóvember til og með 18. desember. 

Tilboðsverð:
Gisting, morgunverður og jólaveisla fyrir tvo 37.500 kr. - Sjá nánar
Gisting, morgunverður og jólaveisla fyrir einn 24.300 kr. - Sjá nánar
Dönsk jólaveisla 11.900 kr. á mann

Einnig er hægt er að panta vínpörun frá 6.900

Til að panta borð eingöngu, þá vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið stykkisholmur@fosshotel.is.

Jólamatseðill

Ómar Stefánsson yfirkokkur lærði í Danmörku hjá Erwin Lautherback sem talinn er vera einn af frumkvöðlum í að skapa hið svokallaða nýja norræna eldhús. Hér má sjá lystauka að hætti Ómars sem rammar inn dönsku jólaveisluna.   

Síld á rúgbrauði
sinnep, pikklaður skarlottulaukur, radísur, þurrkuð eggjarauða

Grafinn lax
agúrka, epli, hrogn, dill

Skarkoli
seljurótar remúlaði, fennel

Andabringa
rauðrófa, jarðskokkar, andagljái

Purusteik eða Kalkúnabringa
brúnaðar kartöflur, rauðkál, brún sósa, rifsber

Milliréttur
greni og jógúrt

Ris a la mande
Kirsuber og möndlur

Innifalið:
Gisting fyrir tvo
Morgunverður
Dönsk jólaveisla fyrir tvo

Í boði frá 25. nóvember
Tilboð gildir aðeins á Fosshótel Stykkishólmi
Opið alla daga
Afbókunarfrestur 48 klst

Tilboðsverð:

37.500 kr.-

Earlier Event: 14 December
Jólalest á ferð um bæinn
Later Event: 16 December
Jóla konukaffi í Æðarsetrinu