Back to All Events

Dimmalimm - brúðuleikhús við Norska húsið

Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En einsog í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt.

Leikritið um Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í mars 2019 og var sýnt aftur og aftur fyrir smekkfullu húsi. Leikurinn hefur einnig verið á fjölunum víða um landsbyggðina og fengið ævintýralegar viðtökur.

Dimmalimm kynningarmyndband https://www.youtube.com/watch?v=F-KJCev9iNg Dimmalimm lagið https://open.spotify.com/album/4k1ZdvCV1hwKpQKpVZs7t1

Dimmalimm á Storytel https://www.storytel.com/is/is/books/786840-Dimmalimm

Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Sögumaður: Arnar Jónsson

Dimmalimm: Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Pétur: Sigurður Þór Óskarsson

Tónlist: Björn Thorodssen

Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson

Brúður: Alda Veiga Sigurðardóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir

Leikmynd: Elfar Logi Hannesson, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson

Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

Earlier Event: 24 June
Sápukúlur og andlitsmálning
Later Event: 24 June
Þaraboltamót