Back to All Events

Friðarganga

Á Þorláksmessu kl. 18.00 verður gengið til friðar frá Hólmgarði niður á Pláss.

Undanfarin ár hefur níundi bekkur selt kyndla við upphaf göngunnar í fjáröflunarskyni. Að þessu sinni urðu rafkerti fyrir valinu og gefst fólki því kostur á því að kaupa rafkerti fyrir gönguna sem svo er hægt að taka með heim og nýta áfram. Auk þess selur níundi bekkur heitt súkkulaði á plássinu að lokinni göngu. Þá verður einnig veitt viðurkenning fyrir best skreytta húsið í Stykkishólmi. Nemendur níunda bekkjar sáu um valið.

Sala á rafkertum hefst kl 17.45 í Hólmgarði.
Kertið kostar 1500 kr. hægt er að greiða á staðnum eða millifæra.

Fjölmennum og sýnum friðarvilja okkar í verki.

 

Earlier Event: 23 December
Þorláksmessuskata á Narfeyrarstofu
Later Event: 27 December
Jólatónleikar í gömlu kirkjunni