Back to All Events

Glerverk gerð með Snæfellsnes í huga - Norska húsið


Hrafnhildur Agustsdottir, Rabbý, glerlistakona sýnir í Norska Húsinu í Stykkishólmi glerverk sín á sýningu, sem hún nefnir “Glerverk gerð með Snæfellsnes í huga”.

Sýningin opnar laugardaginn 8. júlí kl. 14:00.

Hún hefur gert úr gleri 38 myndir af íslenskum fuglum, sem seljast í settum, 6-7 fuglar í hverju setti. Þá sýnir hún 7 borðlampa með skermum úr steindu gleri, en þeir eru nær allir í einkaeign. Loks sýnir hún 16 sérhannaðar skálar, mismunandi að stærð, lögun og litum. Allar skálarnar eru til sölu.

Allt söluverð mun renna óskipt í sérstakan sjóð hjá FUGLAVERND, en listakonunni er mjög annt um að vernda alla íslenska fugla, en eins og kunnugt er hefur þeim farið ört fækkandi, eins og reyndar fuglum annars staðar í heiminum. Sýningin stendur til 17. september og er enginn aðgangseyrir

Earlier Event: 1 July
Fuglar og fjöregg - Tang og Riis
Later Event: 14 July
Duo Borealis - Vatnasafn