Hanastéls Hólmari ársins 2025!
Um páskana verður haldin upphitunarhátið fyrir Stykkishólmur Cocktail Week (sem fram fer í júní). Þar gefst Hólmurum og gestum kostur á að taka þátt í myndakeppni á samfélagsmiðlum um flottasta kokteilinn.
Afar einfalt - þú býrð til geggjaðan kokteil, tekur mynd og póstar á instagram og passar að aðgangurinn sé opinn, merkja þarf myndirnar #scw2025.
Laugardaginn 19. apríl kl. 19:45 verða svo veitt verðlaun á Fosshótel fyrir flottasta kokteilinn og þann sen fær flest læk. Myndirnar verða að vera settar inn á samfélagsmiðla fyrir kl. 16:00 laugardaginn 19. apríl.