Það verður sannkölluð veisla á 30 ára afmælishátíð Danskra daga, laugardagskvöldið 17. ágúst.
Kl. 20:30 munu Bjössi og Daði hefja leika og taka skemmtilegan og hressan brekkusöng með gestum hátíðarinnar.
Í framhaldi munu Katla Njáls og Elín Halla taka nokkur lög.
Heiðursgestur hátíðarinnar Jørgen Olsen mætir svo um kl. 21:30 og tekur sína bestu slagara og slær á létta strengi. Það eru Þórsnes, Skipavík og Þ B Borg sem styrkja komu kappans til okkar í Hólminn.
Til að ljúka svo kvöldinu með stæl munu Draugabanarnir stíga á svið og kveikja í mannskapnum.
Kl. 23:00 hefst svo flugeldasýning sem BB og synir og Stafnafell ehf. styrkja í tilefni 30 ára afmælis hátíðarinnar.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll og eiga góða kvöldstund saman.