Verið þið hjartanlega velkomin á Jólahofið
Í desember ætlum við að njóta aðventunnar saman. Ég ætla að bjóða upp á húðvöruráðgjöf eins og ég gerði fyrir síðustu jól, jólakassarnir fallegu frá [Comfort Zone] verða í aðalhlutverki. Við ætlum að njóta handadekurs, fallegrar tónlistar, borða konfekt, prófa allar þær húðvörur sem í boði eru, spjalla og hafa það huggulegt. Tilboð verður á öllum jólapökkum frá Comfort Zone.
Opið verður frá 12.00 – 18.00
3. og 4. desember
10. og 11. desember
17. og 18. desember
22. desember
Aðventuhappdrætti
Allir sem versla húðvöru í desember fara í jólapott og á þorláksmessu verða nokkrir þátttakendur dregnir úr pottinum sem hljóta gjafabréf eða húðvöru frá Comfort Zone.
Ég hlakka til að njóta aðventunnar með ykkur.
Eir Snyrtihof
Nesvegi 13