Jólasögustund er fastur liður á aðventunni hjá Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Lesin verður hugljúf jólasaga og boðið upp á léttar og jólalegar veitingar. Eftir sögustund er safnið opið til kl 18 svo það gefst góður tími til að lesa, lita, finna jólabækur til að taka með heim og eiga notalega stund.
Verið öll velkomin