Þann 6. apríl opnaði Ísól Lilja Róbertsdóttir sýninguna Lifandi hringform í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla.
Ísól ólst upp í Stykkishólmi og var því frá ungum aldri umkringd fallegri náttúru Snæfellsness. Hún hefur alltaf verið heilluð af mynstrum og litum, ekki aðeins í náttúrunni, heldur einnig í geimnum.
Í tilefni af sýningunni ætlar Ísól að bjóða upp á listasmiðju laugardaginn 4. maí þar sem börn geta komið og litað mandölu myndir sem Ísól hefur sjálf hannað, litir verða á staðnum.
Einnig getur eldri kynslóðin fengið að kynnast tækninni við gerð myndanna en þá er gott að hafa með sér reglustiku, gráðuboga og hringfara.
Við mælum með að fylgjast með Ísól á instagram: drawing_in_ice