Þann 5. desember verður Macramé námskeið á Hótel Egilsen. Ninna Stefánsdóttir eigandi marr.is ætlar að kenna gestum fyrstu skrefin í Macramé. Ninna gaf út bókina Macramé sem gestir fá í kaupæti ásamt byrjenda pakka sem inniheldur Braided 5mm Cord 100m, Viðarstöng 25 cm, Viðarkúlur 19 mm 5 stk., Viðarhringir 50 mm 5 stk. og óvænta aukahluti.
Dagskrá:
12:00 Námskeið hefst á Hótel Egilsen
15:00 Kaffi og kræsingar
19:00 Átta rétta kvöldverður á Sjávarpakkhúsinu
Gisting, Macramé námskeið, byrjendapakki, kvöldverður og morgunverður á 39.900 kr. fyrir tvo