Back to All Events

Minningar - fjallað um ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar

Í tilefni Norðurljósahátíðar, verður fjallað um ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar, í Norska húsinu laugardaginn 26. október kl. 13:00.

---

Fimmtudaginn 18. júlí 2024 kom út bókin Minningar III sem Rakel Olsen og fjölskylda gefur út til minningar um Ágúst Sigurðsson. Bókin innheldur myndir frá Ágústi sem var afkastamikill ljósmyndari og föður hans Sigurði Ágústsyni. Myndirnar eru frá aldamótum 1900 til níunda áratugs tuttugust aldar eru samtals 84 og varpa ljósi á lífið í og við Stykkishólm í tíð þeirra feðga. Ellert Kristinsson ritar kafla um Sigurð, Ágúst og Hólminn í bókinni.

Bókin er sú þriðja í röðinni, en fyrsta bókin kom út árið 2004 í tilefni þess að þá voru 70 ár liðin frá fæðingu Ágústs, önnur bókin kom út árið 2009 og sú þriðja nú þegar 90 ár eru frá fæðingu Ágústs.

Earlier Event: 26 October
Hittið kindurnar í Nýrækt 4
Later Event: 26 October
Kaffisala Aftanskins í Setrinu