Þann 15. febrúar fór fram brúðkaup Maríu Kúld og Sveins Arnars. 80 gestir, bæði Hólmarar og aðrir annars staðar að á landinu mættu í fallega athöfn í Stykkishólmskirkju og veislu á Fosshótel Stykkishólmi. Kvöldið byrjaði vel en endaði hræðilega. Hin unga móðir og Hólmari, Anna Margrét var myrt hrottalega fyrir framan brúðkaupsgesti. Það er þitt verkefni að komast að því hver sé sá seki.
----
Morðgátan hefst á Fosshótel kl.16:00 föstudaginn 16. febrúar, þar sem Heiðrún og Halldóra taka við skráningu. Til að taka þátt mætir þú ásamt liðinu þínu til að skrá liðið til keppni. Hægt að er að skrá lið föstudaginn kl. 16-23 og laugardaginn kl. 11-14.
Athugið að það eru 2 - 4 saman í liði. Liðið þarf að hafa nafn. Við mælum með að liðið punkti hjá sér og taki myndir af helstu upplýsingum sem gætu nýst við rannsókn á málinu. Vísbendingar geta verið yfirgripsmiklar.
Á Fosshótel verður opinn vettvangur þegar hótelið er opið. Skipuleggjendur verða á svæðinu til að taka við spurningum á föstudegi frá kl.16-23 og á laugardegi frá kl.11-14 og kl. 20. Svörum er síðan skilað til skipuleggjenda áður en Glæpa kviss hefst kl. 20:30. Úrslit verða tilkynnt á þar.
Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir að leysa morðið.
Dómarar og skipuleggjendur morðgátunnar eru Halldóra Margrét og Heiðrún Edda