Boðið verður upp á létt og skemmtilegt páskaföndur 4. og 5. apríl. Öll áhöld og efniviður verður á staðnum. Hægt verður að velja sér verkefni eftir getu og áhuga svo föndrið ætti að henta fyrir leikskólabörn og uppúr.
Einnig verður hægt að spila, pússla, kíkja í blöð eða bækur, lita og/eða fá sér kaffi.
Bókasafnið verður opið frá klukkan 14 til 17 báða dagana og hægt að koma og föndra allan tímann.