Back to All Events

Þrettándabrenna

Á þrettándanum kveðjum við jólahátíðina, síðasti jólasveinninn heldur til fjalla og spyrst þá ekkert til þeirra bræðra fyrr en um næstu jól.

Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæðið föstudaginn 6. janúar. Útlit er fyrir rólega og hagstæða vindátt en verði breyting þar á sem setur stirk í reikninginn verður tilkynnt um það á vefsíðu sveitarfélagsins. Þrettándagleðin hefst kl. 17.30 við golfskálann.

Kl. 17:30 notaleg stund við golfskálann:

Félagsmiðstöðin X-ið selur heitt súkkulaði með rjóma á 500 kr. bollan meðan byrgðir endast. Ekki posi á staðnum og því farsælast að mæta með pening. Helstu þrettándalögin sungin við undirleik. Vonandi verða ýmis fyrirbæri á sveimi í anda þrettándans en fólk hvatt til þess að mæta með grímur og hatta að gömlum sið.

Kl. 17:55 blysför frá golfskála niður að brennu:

Brennustjóri Bogi Th. Bragson leiðir göngu með blys og ber eld að kestinum.

Kl. 18:30 Þrettándagleði lýkur með flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Berserkja.

Skemmtum okkur saman, ungir sem aldnir og brennum út jólin.

Earlier Event: 27 December
Jólatónleikar í gömlu kirkjunni
Later Event: 18 February
Bílskúrssala Hamraendum