SPOR Í SÖGUNA
Eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur liggja verk í ýmsum myndum. Auk þess að vera myndlistarmaður er hún rithöfundur sem sótt hefur innblástur í verk sín til Íslendingassagnanna. Hún hefur hannað Íslendingasögurefla um árabil m.a. Njálurefil og Laxdælurefil. Kristín segir frá refilsaumi út frá Íslendingasögum m.a. Eyrbyggjasögu.
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur hefur skoðað sporin í Íslendingasögunum ekki síst þegar snýr að fjölkynngi sagnaarfsins á Snæfellsnesi. Kvenskörungar, galdrastafir og Snæfellsnes er efniviður Vilborgar á Skildi.
Mikill áhugi er á því hér á Snæfellsnesi, að takast á við það verkefni að sauma refil upp úr efnivið Eyrbyggjasögu. Af því tilefni eru öll sem áhugasöm eru um þátttöku í því verkefni hvött til að mæta á Skjöld.