Handritshöfundurinn, fjölmiðla og þáttagerðamaðurinn, Sigursteinn Másson, hefur rannsakað og fjallað um mörg þekktustu sakamál Íslandssögunnar. Þættir Sigursteins eins og, Sönn Íslensk sakamál og Réttarmorð hafa notið gífurlega vinsælda, enda leggur Sigursteinn upp með að koma fram með nýjar upplýsingar varðandi hvert mál, og varpa ljósi á ákveðna þætti sem Sigursteini finnst áhugaverðir.
Óhætt er að segja að rödd Sigursteins er orðin einkennandi fyrir umfjöllun um sakamál á Íslandi, og á föstudaginn fá gestir að hlýða á og eiga samtal við Sigurstein um undirbúnings- og rannsóknarvinnu hans.
Verið óhrædd að spyrja Sigurstein spjörunum úr að umfjöllun lokinni!