Back to All Events

Sundlaugamenning á Íslandi - Lifandi hefð

Hefur þú gaman að sundi? Ferðu oft í sund? Er sund hluti af daglegu lífi þínu? Eða ferðu kannski bara í sund af skyldurækni?

Fimmtudaginn 28. september kl. 20:00, fer fram kynning á Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla í tengslum við verkefni sem nýlega var hleypt af stokkunum. Til stendur að skrá sundlaugamenningu á Íslandi inná vefinn Lifandi hefðir (lifandihefdir.is) sem er listi okkar Íslendinga yfir óáþreifanlegan menningararf. Skráningin er fyrsta skrefið í undirbúningi þess að tilnefna hefðina inná lista UNESCO um óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Af þessu tilefni verða viðburðir um land allt tengdir sundhefðinni þar sem unnendum sundsins er boðið að koma og kynna sér skráningarferlið og spjalla við aðra áhugasama. Kynningin er í höndum verkefnastjóra vefsins Lifandi hefða hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Sigurlaugar Dagsdóttir.
Hlökkum til að sjá sem flesta!

Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér facebook síðu verkefnsins hér: https://www.facebook.com/profile.php?id=61550895095939

Og vefinn Lifandi hefðir hér: https://lifandihefdir.is

Earlier Event: 23 September
Birrira Taco PubQuiz á Narfeyrarstofu
Later Event: 30 September
Októberfest á Narfeyrarstofu