Í tónheilun er leitast við að ná djúpri slökun innra með okkur í róuðu og afslöppuðu umhverfi. Tónheilun er liggjandi hugleiðsla þar sem víbrandi tónar skála og gongs hjálpa okkur að ná slökun og sleppa tökum á öllu því sem gagnast okkur ekki þá stundina. Hljóðbylgjurnar smjúga inn í frumurnar okkar og opna orkustöðvar líkamans sem gerir það að verkum að við komumst í betra jafnvægi og finnum frið innra með okkur. Leiðbeinandi Erla Björg Guðrúnardóttir. Tíminn er 60 mínútur. Vinsamlegast mætið ekki seinna en 19:20. Húsið opnar kl. 19:00.
Aðgangur ókeypis. Skráning á facebook hópnum: Mandala Stykkisholmur.