Back to All Events

Undir sólinni - sýning eftir Lilý Erlu Admasdóttur


Lilý Erla Adamsdóttir opnar sýninguna Undir sólinni í Norska húsinu laugardaginn 13. júlí kl. 15:00.

Hljómsveitin Blood Harmony mun einnig leika ljúfa tóna.

 

Lilý Erla Adamsdóttir vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og listhandverks. Yfirborð er henni hugleikið, hvort sem um ræðir yfirborð náttúrunnar eða mennskunnar. Í verkum sínum skoðar hún handgerða endurtekningu, möguleika hennar og takmarkanir. Hvernig hið einstaka kallast á við fjöldann um leið og fjöldinn skapar einstakan samhljóm. Vinnuferli Lilýjar einkennist af stöðugu samtali við efnið, þar sem eitt leiðir af öðru. Undanfarið hefur hún nýtt sér eiginleika tufttækninnar til skoðunar á þræðinum og sjónrænna áhrifa hans, þegar kemur að samspili lita og efniseiginleika. Lilý talar ýmist um verkin sín sem loðin málverk eða dansandi útsaum. Lilý Erla Adamsdóttir (f. 1985) lauk BA gráðu í myndlist frá LHÍ 2011 og MA gráðu í listrænum textíl frá Textilhögskolan í Borås í Svíþjóð 2017.

 

Á sýningunni Undir sólinni vinnur Lilý úr náttúru upplifunum sínum á og í kringum Stykkishólm. Lilý heimsótti svæðið í nóvember 2023 og varð fyrir hughrifum sem nú skila sér aftur á staðinn. Undir sólinni lifum við öll. Efnisheimurinn tekur við geislunum og endurkastar til sjáaldranna, litum og dýrð sem smjúga inn í tetur sálarinnar og næra andan. Verkin á sýningunni eru vitnisburður um stöðugt samtal Lilýjar við augnablikið og eilífðina.

 

Allir hjartanlega velkomnir á opnun.
Léttar veitingar í boði.

Earlier Event: 4 July
Soffía og Pétur Ben á Fosshótel
Later Event: 15 July
Una Torfa í gömlu kirkjunni