Vestfjarðarvíkingurinn 2020, keppni sterkustu manna landsins fer fram dagana 4. og 5. júlí næstkomandi.
Lokasprettur keppninnar mun fara fram í miðbæ Stykkishólms og hefst kl. 17:00. Að keppni lokinni fer fram verðlaunaafhending.
Dagskráin í heild:
Laugardagur 4. júlí
Búðardalur.
Kl. 12:00: Réttstöðulyfta og steinatök við skólann.
Hellisandur.
Kl. 18:00: Risa handlóð við Sjóminjasafnið.
Sunnudagur 5. Júlí
Ólafsvík.
Kl. 12:00: Bíldráttur við Pakkhúsið.
Stykkishólmur.
Kl. 17:00: Kast yfir vegg á túninu á við gömlu kirkjuna.
Blönduð grein við hafnarvogina.