Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir hefur sannarlega farið sigurför um heiminn fyrir skrif sín. Blóð lekur niður blaðsíður bóka Yrsu og spennan heldur lesendum gjörsamlega í heljargreipum. Yrsa hefur drepið langt yfir 50 manns. Hún segir skemmtilegra að drepa gott fólk en vont. Að áhugaverðara sé að kryfja af hverju það gerist heldur en þegar vont fólk er drepið.
Hvernig myndast þessi hryllingur í huga höfundar? Hvaðan koma þessir karakterar? Föstudaginn 14. Febrúar fá gestir að hlýða á og eiga samtal við Yrsu um skrif hennar og allskonar hræðilega hluti…..