Í tilefni af því að 175 ár eru liðin síðan Amtsbókasafnið í Stykkishólmi var formlega stofnað verður blásið til fagnaðar. Munir úr geymslunni sem gefa skemmtilega innsýn í sögu safnsins og tækniþróun í starfsemi bókasafna verða til sýnis.
Spilin okkar og litirnir verða á sínum stað svo það er upplagt að eiga góða stund með fjölskyldunni.
Klukkan 15:00 verður boðið upp á göngu með Önnu Melsteð um bókmenntastaðinn Stykkishólm. Sagt verður frá þeim húsum sem hafa hýst Amtsbókasafnið í gegnum tíðina auk þess sem það verður skoðað hvernig þessi fallegi bær hefur orðið rithöfundum innblástur í gegnum tíðina.
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.