Back to All Events

Loppumarkaður í sal Tónlistarskólans

Á Norðurljósahátíð í Stykkishólmi verður haldinn loppumarkaður í sal Tónlistarskólans.
Markaðurinn verður sunnudaginn 23. október frá kl. 11-14.
Nemendur í skapandi deild Tónlistarskólans munu einnig mæta og taka nokkur lög.

Markaðurinn fer þannig fram að söluaðilar fá útdeilt ákveðnu númeri og merkja sínar vörur með númerinu. Hver og einn getur verið með eina slá og eitt borð. Borð verða á staðnum en ekki slár.
Mæting verður kl. 10 til að setja upp vörurnar.

Athugið einungis er í boði að selja notaðar vörur, bæði fatnað og smávörur.
Það verða 10 básar í boði, en fólk getur líka tekið sig saman um bása.

Þeir sem hafa áhuga á að vera á markaðnum skrá sig á nordurljosin@stykkisholmur.is

Earlier Event: 22 October
Stofutónleikar