Laugardaginn 23. september opnar á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi sýningin Fimmtíu ár af Einari Áskeli.
Í tilefni af því að fyrsta bókin um Einar Áskel kom út árið 1972 setti bókasafn Norræna hússins saman sýningu í samvinnu við sænska sendiráðið og Sænsku stofnunina á Íslandi.
Á sýningunni er spjald með Einari og pabba hans sem hægt er að mynda sig í, veggspjöld með ýmsum fróðleik um bækurnar og Gunillu Bergström höfund þeirra. Safnið allt mun fá á sig skemmtileg yfirbragð af Einari og hans notalega heimi. Auk þess verða í tengslum við sýninguna lánaðir út sögupokar sem innihalda spil, bækur, kubba, bók og fleira sem tengist Einari.
Sýningin er nú á ferð um landið og verður í Stykkishólmi frá 23. september til 7. október 2023.
Sýningin verður formlega opnuð með ávarpi sænska sendiherrans Pär Ahlberger. Boðið verður upp á veitingar í anda Einars Áskels og ömmu hans og börnin geta litað myndir af Einari og tekið þátt í getraun um hann.
Verið öll velkomin!
Sýningin stendur til 6. október.
Opið þriðjudaga til föstudaga frá 14-17.