Heilsudagar í Hólminum eru haldnir dagana 21. - 30. september í tilefni af íþróttaviku Evrópu sem haldin víðsvegar um álfuna í september á ári hverju. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja íbúa til þess að hreyfa sig reglulega.
Megin markmið sveitarfélagsins þessa daga er að kynna allt það góða starf sem nú þegar er í boði, en jafnframt vekja athygli á öðrum möguleikum til hreyfingar á svæðinu.
Frítt er á alla fyrirlestra og íbúar hvattir til að taka þátt og finna sína hreyfingu til framtíðar.