Glæpa og draugahátíð - Hræðileg helgi
Morðgáta, glæpir & draugar í Hólminum 14. - 15. febrúar.
Hólmarar eru búnir að búa til spennandi morðgátu sem þarf að leysa. Hver er fórnarlambið og hver morðinginn? Komdu í Hólminn og leystu morðgátuna!
ATH. 2-4 saman í liði.
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR
Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið
Hræðilegur ratleikur fyrir börn.
Kl. 16:00 Höfðaborg - Skólastíg 14
Allar vísbendingar í morðgátunni leynast í gömlu heimavistinni á Höfðaborg, nú getið þið hafist handa við að leysa gátuna.
Morðgátan verður í gangi:
Föstudag: kl. 16:00-22:00
Laugardag: kl. 11:00-18:00
Svörum við morðgátunni skal skilað í kassa á Fósshótel fyrir kl. 20:00, laugardaginn 15. febrúar.
Kl. 16:00-18:00 Frystihúsið, Aðlagötu 1
26 metrar af sögu!
Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga: Myndgerð sögunnar eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem unnin er fyrir Eyrbyggjusögufélagið sýnd í fyrsta sinn í fullri lengd.
Kl. 16:00 Fosshótel
Hræðilegir kokteilar frá kl. 16:00 , 15% afsláttur af mat fyrir þá sem sækja viðburði á Fosshótel föstudags- eða laugardagskvöld, veitingastaðurinn opinn frá kl. 18:00.
Kl. 16:30 Frystihúsið, Aðalgötu 1
Verið er nú meðan vært er.
Eyrbyggjusaga er uppfull af hræðilegum atburðum sem gerast um allt Snæfellsnes. Anna Melsteð segir frá hræðilegustu senunum í sögunni þar sem koma fyrir afturgöngur, tröll og galdrar.
Kl. 17:00 Skipper
Veitingastaðurinn opinn frá kl. 17:00-21:00. Barinn opinn til kl. 02:00.
Kl. 17:00-21:00 Skúrinn
Veitingastaðurinn opinn.
Kl. 17:30 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
Opnun á ljósmyndasýningunni Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur, léttar veitingar í boði.
Kl. 18:00 Narfeyrarstofa
Veitingastaðurinn opinn. Happy hour frá kl. 18:00-20:00.
Kl. 18:00-22:00 Sjávarpakkhúsið
Veitingastaðurinn opinn. Borðapantanir á sjavarpakkhusid.is.
Kl. 20:30 Fosshótel
Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir - Hvernig myndast þessi hryllingur í huga höfundar? Hvaðan koma þessir karakterar? Umfjöllun og samtal við Yrsu um skrif hennar og allskonar hræðilega hluti….
Kl. 22:00-02:00 Skipper
Varúlfur! Fáðu spil, (þorpsbúi, varúlfur, læknari) og sýndu engum. Ef þú ert þorpsbúi, reyndu að vera fyrstur til að giska á hver varúlfurinn er og vinna ókeypis drykk fyrir þig og vin, en ekki flýta þér, þú hefur aðeins þrjár tilraunir! Ef þú ert VARÚLFURINN geturðu drepið þorpsbúa með því að blikka þá. Ef varúlfurinn blikkar þig, láttu nokkrar sekúndur líða og láttu alla vita að þú sért dáinn. Ef varúlfurinn nær að drepa alla og þá vinnur jamm leikinn. Fáðu hjálp með því að breyta 2 manneskjum í varúlf eins og þú, haltu bara tungunni út að þeim og þeir hjálpa þér í drápinu þínu. Ef þú ert læknari, endurlífgaðu þá látnu með því að kyssa þá á ennið, en passaðu þig! Þú gætir verið gripinn af varúllfinum og enginn mun geta bjargað þér.
LAUGADAGUR 15. FEBRÚAR
Kl. 08:00-15:00 Nesbrauð
Bakaríið opið.
Kl. 12:00-14:00 Narfeyrarstofa
Veitingastaðurinn opinn.
Kl. 12:00-16:00 Sjávarborg
Hræðilega gott kaffi og bakkelsi.
Kl. 13:00 Frystihúsið, Aðalgötu 1
Verið er nú meðan vært er.
Eyrbyggjasaga er uppfull af hræðilegum atburðum sem gerast um allt Snæfellsnes. Anna Melsteð segir frá hræðilegustu senunum í sögunni þar sem koma fyrir afturgöngur, tröll og galdrar.
Kl. 13:00-17:00 Frystihúsið, Aðalgötu 1
26 metrar af sögu!
Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga: Myndgerð sögunnar eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem unnin er fyrir Eyrbyggjusögufélagið sýnd í fyrsta sinn í fullri lengd.
Kl. 13:00 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
Draugahús fyrir börn.
Kl. 14:00 - 16:00 Sjávarpakkhúsið
Dagdrykkja - tilboð á barnum, Sæskrímsli og Sjöundá
Kl. 14:00 Sæskrímsli í íslenskum þjóðsögum - Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur. Sögur af ógnvænlegum skrímslum sem búa í hafinu þekkjast um allan heim. Hafið er auðvitað dularfullur og jafnvel hættulegur staður. Á Íslandi, sem er umkringt sjó í allar áttir, hafa verið sagðar sögur margvíslegar sögur af kynjaskepnum eins og fjörulöllum, skeljaskrímslum og hafbúum. Stundum er líka stutt á milli hins náttúrulega og yfirnáttúrulega og eru til íslenskar þjóðsögur af hættulegum illhvelum og jafnvel selum og ísbjörnum sem hafa fengið á sig yfirnáttúrulegan blæ. En hvernig sögur eru þetta og hvað geta þær sagt okkur um samfélagið sem sagði þær? Hvað eru skrímsli og hvers vegna búa þau í hafinu?
Kl. 14:45 Var Bjarni Bjarnason morðingi eða miskilinn? Steinunn Kristjánsdóttir upplýsir áheyrendur um helstu staðreyndir í Sjöundármálunum. Spurt verður hvort einhver hafi verið drepinn á Sjöundá og hver hafi þá verið morðinginn? Áheyrendur eiga síðan að leggja til lausn á þessu fræga morðmáli. Verðlaun eru veitt fyrir bestu tilgátuna.
Kl. 16:00 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
Draugahús fyrir fullorðna.
Kl. 16:00 Fosshótel
Hræðilegir kokteilar frá kl. 16:00 , 15% afsláttur af mat fyrir þá sem sækja viðburði á Fosshótel föstudags- eða laugardagskvöld, veitingastaðurinn opinn frá kl. 18:00.
Kl. 17:00 Narfeyrarstofa
Scary hour
„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“
Fyrr á öldum var algengt á Íslandi að hið opinbera refsaði fólki fyrir stóra og smáa glæpi með líkamsmeiðingum, pyntingum og ofbeldi. Auk þess var fólk svo tekið af lífi með ólíkum aðferðum, þegar verst lét, og þurfti ekki alltaf mikil afbrot til.
Í erindi sínu ræðir Jón Jónsson þjóðfræðingur af Ströndum um slíkar refsingar og þær aðferðir sem notaðar voru á Íslandi á ólíkum tímum. Sumar refsingarnar voru beinlínis hræðilegar, aðrar kannski dálítið skringilegar, en allar áttu það sameiginlegt að ætlun dómharðra og refsiglaðra stjórnvalda var að valda fólki líkamlegum skaða eða stuðla að félagslegri útskúfun þess.
Happy hour frá kl. 17:00-20:00. Vínstúkan opin frá kl. 17:00-02:00.
Veitingastaðurinn opinn frá kl. 18:00.
Kl. 17:00-21:00 Skúrinn
Veitingastaðurinn opinn.
Kl. 17:00-21:00 Skipper
Veitingastaðurinn opinn.
Kl. 18:00-22:00 Sjávarpakkhúsið
Veitingastaðurinn opinn. Borðapantanir á sjavarpakkhusid.is.
Kl. 20:00 Skógræktin
Sagnaseiður á Snæfellsnesi, Ragnhildur Sigurðardóttir sögufylgja segir hræðilegar sögur af Snæfellsnesi. Varðeldur, kakó og strohh.
Kl. 21:00 Fosshótel
Glæpa Kviss, Anna Margrét Pálsdóttir sérleg áhugamanneskja um morð og glæpi, treður upp með glæpsamlegum spurningum.
Narfeyrarstofa
Vínstúkan opin til kl. 02:00.
Eftirtöldum aðilum eru færðar þakkir fyrir framlag til hátíðarinnar.
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
Eyrbyggjusögufélagið og Anna Melsteð
Fosshótel
Félagsmiðstöðin X-ið
Góa
Hótel Fransiskus
Höfðaborg
Höfundar morðgátu: Halldóra Margrét Pálsdóttir og Heiðrún Edda Pálsdóttir
Kram
Narfeyrarstofa
Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
Ragnhildur Sigurðardóttir
Sjávarpakkhúsið
Skipavík verslun
Sveitarfélagið Stykkishólmur
Verkalýðsfélag Snæfellinga
Ölgerðin
Sem og öllum þátttakendum í dagskrá helgarinnar