Back to All Events

Jónsmessuganga í Drápuhlíð

Jónsmessa er einn af fjórum mögnuðustu dögum á árinu. Dýr tala, álfar koma út úr hólum í mannheima, hafmeyjur og marbendlar taka á sig mannsmynd og kraftar steina magnast upp. Gengið verður um Drápuhlíð og Vatnsdal og jafnvel upp á Drápuhlíðarfjall ef veður leyfir og spáð í þjóðsögur, steinarnir skoðaðir í Gullfjallinu og hlustað eftir samtölum dýranna. Ferð fyrir alla fjölskylduna. Upphaf ferðar við gömlu skógræktina kl. 18. Gott að taka með sér nesti og fatnað eftir veðri. Ganga upp á Drápuhlíðarfjall tekur um þrjár klukkustundir en launar sig með stórkostlegu útsýni yfir sveitir og sjó.                   

Umsjón með ferðinni hefur Anna Melsteð.

Earlier Event: 23 June
Jónsmessuhátíð á Dönskum dögum
Later Event: 24 June
Gufa og sjóbað á fullu tungli