Back to All Events

Gufa og sjóbað á fullu tungli

Undir áhrifum fulls tungls í steingeit bjóða þær Hera frá Flóð & Fjöru og Hafdís frá Rjúkanda fargufu uppá einstakan viðburð við sjóbaðstað Stykkishólms, fimmtudaginn 24. júní.
Við hittumst við eldinn og Hera leiðir athöfn þar sem við tengjumst, setjum okkur ásetning á hápunkti tunglhringsins og skoðum áhrif og orku tunglstöðunnar. Hafdís leiðir gufustundina sem eru þrjár 10 mínútna lotur þar sem við svitnum og höfum hamskipti, þau sem vilja geta kælt sig í sjónum á milli lota.

Báðar hafa þær Hera og Hafdís mikla reynslu af sjóböðum víðsvegar um Ísland en aðallega í Flatey á Breiðafirði, norður á Ströndum og á Ylströndinni í Reykjavík þar sem þær störfuðu saman um tíma. Að sameina gufuna og sjóinn með þessum hætti sækir Hafdís í fyrirmyndir frá Danmörku og Svíþjóð. Hér sameinast þær svo á ný með tvö ástríðu verkefni og með þátttöku ykkar verða töfrarnir til.

Viðburðurinn er um tvær klukkustundir og eru tvær tímasetningar í boði, kl. 18 og kl. 20:30, en einungis 9 manns komast að í hvort skipti. Verð á mann er 8500 kr.

Skráning á danskirdagar@stykkisholmur.is.

Um er að ræða einstakan viðburð þar sem tækifæri gefst til að tengjast inn á við, gefa sig náttúrunni á vald og sameinast kröftum eldsins, vatnsins og tunglsins. Hlökkum til að eiga þessa stund með ykkur, Hera & Hafdís.

Earlier Event: 24 June
Jónsmessuganga í Drápuhlíð
Later Event: 25 June
Leikhópurinn Lotta í Hólmgarði