Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur, opnar föstudaginn 14. febrúar kl. 17:30.
Guðrún er áhugaljósmyndari og tekur myndir aðallega af náttúru og byggingum í drungalegum og dramatískum stíl. Myndirnar á sýningunni eru teknar á árunum 2019 til 2024.
Þema sýningarinnar er, að þó svo að það liggi yfir okkur myrkur og drungi, getur augnablikið verið fallegt á sama tíma. Mikilvægt er að staldra við, fanga augnablikið, leyfa tilfinningunum að bresta út og njóta þess.
Er þetta fyrsta ljósmyndasýning Guðrúnar.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Sýningin stendur til 12. mars.