Anna Melsteð leiðir matar- og menningargöngu undir nafninu „Matur, saga, menning í Stykkishólmi“ og segir frá sögu staðarins og lífinu fyrr og nú. Gangan er við allra hæfi, rölt er um leynistíga, komið við á listasmiðju og hágæða veitingastöðum og bragðað á ljúffengum mat af svæðinu. Matur, saga, menning er tilvalin fyrir vina- og starfsmannahópa sem dvelja á Snæfellsnesi og vilja njóta matar og kynnast menningarsögu Stykkishólms á óvæntan hátt. Fastar ferðir á völdum föstudögum og laugardögum laugardögum, en hópum er meira en velkomið að hafa samband til að athuga möguleika á öðrum tímasetningum.
Næstu göngur verða:
2. október
9. október
Tímasetning: 13.30 - 16.00
Bókanir inn á: https://crisscross.is/stykkisholmur/