Þann 13. febrúar árið 1997 héldu nemendurnir á heimavistinni í Stykkishólmi partý. Partýið var viðburðaríkt en endaði hrottalega. Einn nemendanna var drepinn. Það er þitt verkefni að komast að því hver sé sá seki.
Morðgátan hefst á gömlu heimavistinni, nú Höfðaborg kl.16 á föstudegi þar sem rannsakendur fá leikreglur, skráningarblað og aðgang að vettvangi. Í leikreglunum kemur allt fram sem rannsakendur þurfa að vita til að geta hafist handa við að leysa gátuna. Þegar morðvettvangur er opinn getur liðið þitt tekið þátt. Athugið að það eru 2 til 4 saman í liði og liðið þarf að hafa nafn. Við mælum með að liðið punkti hjá sér og taki myndir af helstu upplýsingum sem gætu nýst við rannsókn á málinu. Vísbendingar geta verið yfirgripsmiklar. Rannsakendur eru hvattir til þess að mæta á vettvang og skoða hann vel en setjast niður á hina ýmsu staði í bænum og leysa gátuna.
Á Höfðaborg verður opinn vettvangur á:
Föstudegi frá 16:00-22:00
Laugardegi frá 11:00-18:00
Skipuleggjendur verða á vettvangi á laugardeginum frá 11:00-12:30. Svörum er síðan skilað í svarkassa á Fosshótel fyrir kl. 20:00 á laugardag. Úrslit verða tilkynnt á Glæpa Kviss sem hefst kl. 21:00.
Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir að leysa morðið.
Verðlaun verða einnig veitt fyrir mestu innlifun, t.d. búningar, liðsandi, keppnisskap og fleira.
Dómarar og skipuleggjendur morðgátunnar eru Halldóra Margrét og Heiðrún Edda.