Back to All Events

Saga frá Mósambík, ljósmyndasýning eftir Halszka Wierzbicka


Á Júlíönu hátíð mun Halszka Wierzbicka opna ljósmyndasýninguna Saga frá Mósambík og jafnframt lesa upp bók sinni Lomwe.  Opnunin verður föstudaginn 21. mars kl. 17:00. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Saga frá Mósambík er saga um það hvernig ungar Lomwe stúlkur verða að konum. Hún er einn hluti af stóru þjóðfræðiverkefni sem gefið var út í bók ásamt 50 ljósmyndum (Lomwe. Breaths of Mozambique). Frásögnin gefur skýra mynd af því hversu kröftug hefðin getur verið og endurspeglar efnahagsleg og félagsleg vandamál samtímans. Líkt og í gegnum linsu þá einblínir hún á sögu Mósambískra kvenna og setur í samhengi við breytingar, velgengni og misfelllur landsins alls.

Bókin Lomwe. Andardráttur Mósambík fjallar um hrynjanda og andadrátt eins fátækasta lands í heimi. Hún fjallar um hina þykku þögn sem liggur yfir landinu og tímann sem er klístraður af steikjandi sólinni. Um hvernig nútíminn rýfur hefðina, hvernig nýlendastefna og feðraveldið spilar hlutverk sitt í að taka völdin frá konum, um auðlegð siðanna og hina áþreifanlegu fátækt sem skorturinn opinberar; skortur á mat, skortu á menntun, læknum og framtíðar horfum.

Höfundur kannar miðju og jaðar kvenna, vekur athygli á skort á jafnvægi í samskiptum karla og kvenna og leiðir til að bæta fyrir það. Hér býr Lomwe konan til ný landsvæði. Með líkamlegum breytingum og húðlitum – löngum skapabörmum og fórnar húðflúr – er líkaminn hennar sögusvið fegurðar og kynlífs, sem og mat og valdabaráttur ásamt því að endurspegla þær breytingar sem hafa átt sér stað í Mósambík alla 20. og 21. öldina. Höfundur er heillaður af fegurð og styrk konu sem er flækt inn í lang tog strangt inngildingarferli. Bæði líkaminn og helgisiðir birtast sem geymsla tákna og frásögn af fortíðinni; umbreytingu barns í konu. Sýningin er aðeins kynning eða örsamhengi fyrir söguna Lomwe kvenna.

Halszka Wierzbicka (fædd 1984) – er þjóðfræðingur og heimspekingur. Hún lærði balíska menningu við háskóla í Indónesíu. Hún hefur gegnt ótal mismundandi störfum í gegnum tíðina. Hún starfaði í sendiráðinu í Tyrklandi og í Oriental Museum í Portúgal, hún var sjálfboðaliði í mósambískri ungmennamiðstöð, hún  hefur starfað sem sölumaður á pólskum sýningum og í amerískum skemmtigarði, hún tíndi vínber í frönskum vínekrum og humla í sveitum Bæjaralands. Einhvers staðar á milli allra þessara starfa varði hún doktorsritgerð sína við Nicolaus
Copernicus háskólann í Toruń í Póllandi. Eins og er reynir hún að finna jafnvægi í daglegu lífi og skiptir lífi sínu á milli Póllands og Íslands.

 

Sýningin mun standa til 16. apríl.

Earlier Event: 20 March
Júlíana hátíð sögu og bóka
Later Event: 12 April
Pétur Jóhann í Stykkishólmi