Hver voru þín fyrstu kynni af áfengis(ó)menningu?
Hvaða drykkir voru í tísku?
Í tengslum við nýja grunnsýningu í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla -„Hjartastað - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900“ sem opnaði s.l. haust er efnt til viðburða sem tengjast sýningunni og að þessu sinni er umræðuefnið: „Hver voru þín fyrstu kynni af áfengis(ó)menningu?
Anna Melsteð sýningarstjóri fjallar um niðurstöður könnunar (https://forms.gle/aFXQ5umLnctmKWiXA) og lítur til baka á þessi málefni á Snæfellsnesi.
Hægt verður að smakka nokkra drykki sem tíðkuðust á árum áður!
Föstudaginn langa í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsinu kl. 20.
Ókeypis aðgangur