Alvöru danskt smørrebrød og tilheyrandi, þú vilt ekki missa af þessari veislu!
Fyrstu helgina á aðventunni mun Sjávarborg umturnast í Smörreborg.
Markmiðið er göfugt og viðeigandi, færa danska smurbrauðs jólastemmingu til Stykkishólms. Þessu fylgir að sjálfsögðu nóg af rækjum, síld, roastbeef, öli, ákaviti, Kim Larsen o.s.frv.
Smurbrauðs áhugamennirnir Sigþór Steinn og Steinar Atli reima á sig svuntuna og ætla að reiða fram dýrindis smurbrauð eins og Dananum einum er lagið. Hlökkum til að sjá þig !
Opnunartími:
Föstudagur 1. desember 12-14.
Laugardagur 2. desember: 12-22.
Sunnudagur 3. desember: 12-15.
Borðabókanir á sjavarborg.is/smorreborg