Public · Anyone on or off Facebook
Síðan í byrjun maí hefur Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og rithöfundur verið fulltrúi Íslands í vinnu við fjölþjóðlegt myndlistarverkefni, Veðurnet heimsins (www.worldweathernetwork.org).
Menningarstofnanir í 28 löndum koma að verkefninu á einn eða annan hátt og mun það standa yfir í eitt ár. Til þess var stofnað af Artangel, sem stendur að Vatnasafni í Stykkishólmi, og byggir verkefnið að vissu leyti á myndlist og skrifum Roni Horn, og þá einkum um veðrið.
Einar Falur var fyrstu fjóra mánuðina sem hann vann að verkinu gestalistamaður í Vatnasafni. Vann hann þar meðal annars að veðurdagbók sem hann kallar Útlit loptsins og notar hann í henni meðal annars veðurfærslur Árna Thorlaciusar frá Stykkishólmi frá 1852 og 53. Hann mun segja frá verkefninu og sýna dæmi um verk sem hann vinnur fyrir Veðurnet heimsins í Vatnsafni.
Sýningar á ljósmyndum eftir Einar Fal hafa verið settar upp í söfnum, sýningarsölum og galleríium víða um lönd og verk eftir hann eru í eigu helstu safna Íslands. Þá hefur hann gert rómaðar bækur, meðal annars Sögustaðir - Í fótspor W.C. Collingwoods og Landsýn - Í fótspor Johannesar Larsen. Hann hefur kennt ljósmyndum um árabil og verið bæði myndstjóri Morgunblaðsins og umsjónarmaður menningarefnis í blaðinu.
Viðburðirnn er styrktur af Uppbyggingasjóð Vesturlands.