Back to All Events

„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“ - glæpir og refsing á Narfeyrarstofu

Scary hour í Vínstúkunni á Narfeyrarstofu á Hræðilegri helgi.

„Berja, gelda, bíta, slá, / blinda, klóra, flengja“

Fyrr á öldum var algengt á Íslandi að hið opinbera refsaði fólki fyrir stóra og smáa glæpi með líkamsmeiðingum, pyntingum og ofbeldi. Auk þess var fólk svo tekið af lífi með ólíkum aðferðum, þegar verst lét, og þurfti ekki alltaf mikil afbrot til.

Í erindi sínu ræðir Jón Jónsson þjóðfræðingur af Ströndum um slíkar refsingar og þær aðferðir sem notaðar voru á Íslandi á ólíkum tímum. Sumar refsingarnar voru beinlínis hræðilegar, aðrar kannski dálítið skringilegar, en allar áttu það sameiginlegt að ætlun dómharðra og refsiglaðra stjórnvalda var að valda fólki líkamlegum skaða eða stuðla að félagslegri útskúfun þess.

Tilvalið að fá sér drykk á barnum og hlusta á glæpsamlegt erindi!