Back to All Events

Sæskrímsli og Sjöundá á Sjávarpakkhúsinu

Dagdrykkja á Sjávarpakkhúsinu á Hræðilegri helgi, tilboð á barnum og spennandi erindi.

Sæskrímsli og Sjöundá!

Kl. 14:00 Sæskrímsli í íslenskum þjóðsögum: Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir sögur af ógnvænlegum skrímslum sem búa í hafinu þekkjast um allan heim. Hafið er auðvitað dularfullur og jafnvel hættulegur staður. Á Íslandi, sem er umkringt sjó í allar áttir, hafa verið sagðar sögur margvíslegar sögur af kynjaskepnum eins og fjörulöllum, skeljaskrímslum og hafbúum. Stundum er líka stutt á milli hins náttúrulega og yfirnáttúrulega og eru til íslenskar þjóðsögur af hættulegum illhvelum og jafnvel selum og ísbjörnum sem hafa fengið á sig yfirnáttúrulegan blæ. En hvernig sögur eru þetta og hvað geta þær sagt okkur um samfélagið sem sagði þær? Hvað eru skrímsli og hvers vegna búa þau í hafinu?

Kl. 14:45 Var Bjarni Bjarnason morðingi eða miskilinn: Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði upplýsir áheyrendur um helstu staðreyndir í Sjöundármálunum. Spurt verður hvort einhver hafi verið drepinn á Sjöundá og hver hafi þá verið morðinginn? Áheyrendur eiga síðan að leggja til lausn á þessu fræga morðmáli. Verðlaun eru veitt fyrir bestu tilgátuna.